Fréttir

Hólavatnsferð fermingarárgangs.

Í lok sumars býður Glerárkirkja árlega ungmennum á fermingaraldri ferð á Hólavatn í Eyjafirði. Öllum 8. bekkingum er velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki. Farnar verða þrjár ferðir: HÓLAVATNSFERÐ FERMINGARÁRGANGS · Glerárskóli 15. ágúst · Giljaskóli 16. ágúst · Síðuskóli 17. ágúst Skráning er á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is Nánari upplýsingar gefa vígðir þjónar Glerárkirkju í síma 462-8800, Sr. Gunnlaugur: gunnlaugur@glerarkirkja.is og Sunna Kristrún djákni: sunna.kristrun@glerarkirkja.is Brottför er frá Glerárkirkju kl. 16:00 og komið er heim daginn eftir kl. 12:00. Við brottför þarf að greiða þátttökugjald, kr. 4000.-

Nýr prestur við Glerárkirkju.

Nýr prestur var kjörinn við Glerárkirkju í júlí síðastliðnum. Sú sem varð fyrir valinu er Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sem nýlega lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands. Hún er Eyfirðingur að ætt og uppruna og hefur undanfarið starfað sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík. Stefanía er 37 ára gömul, eiginkona hennar er Hrafnhildur Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni. Stefanía kemur í stað sr. Jóns Ómars Gunnarssonar sem kjörinn var til embættis í Fella- og Hólakirkju í vor. Hún verður vígð til prestsembættis í Hóladómkirkju á Hólahátíð þann 13. ágúst næstkomandi kl. 14.00. Óskum við henni Guðs blessunar í störfum sínum.

Skráning í fermingarfræðslu 2017-2018

Skráning í fermingarfræðslu 2017 - 2018 er hafin á vefnum. Upplýsingar um fermingarfræðslu og fermingardaga eru...

Sunnudagurinn 25. júní.

Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 11. júní - Sjómannadagurinn

Messa kl. 11. - Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots. Ath. eftir messu verður lagður blómsveigur um týnda og drukknaða sjómenn.

Fermingarmyndirnar eru tilbúnar

Fermingarmyndirnar sem teknar voru í femingunum nú í vor eru komnar í hús. Vinsamlega sækið þær hjá umsjónarmanni Kirkjunnar. Hann er við í Kirkjunni alla virka daga milli kl: 11:00 og 15.00.

Sr. Jón Ómar kveður söfnuðinn

Sr. Jón Ómar Gunnarsson mun kveðja söfnuðinn í messu sunnudaginn 28. maí kl. 11:00. Hann heldur nú til starfa í Fella-og Hólasöfnuði í Reykjavík eftir þriggja ára þjónustu hér. Allir eru velkomnir að taka þátt í helgihaldinu og þiggja veitingar að messu lokinni. 

Sunnudagurinn 28. mái

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 11.00  Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna. Jón Ómar Gunnarsson, prestur, og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æskulýðsfulltrúi, kveðja söfnuðinn. Kaffi og meðlæti að messu lokinni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Ferming laugardaginn 20. maí kl. 13:30

Laugardaginn 20. maí kl. 13:30 verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Fermingaræfing verður föstudaginn 19. maí kl. 15.

Sunnudagurinn 14. maí messa kl 11:00