Fréttir

12 spora fundir á mánudögum - mannrækt öllum opin

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 20:00 í vetur. Fyrsti fundur verður mánudagskvöldið 12. september. Fyrstu þrjú kvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn.

Mannréttindanámskeið í Glerárkirkju í haust

Tekin verður upp sú nýbreytni í haust í Glerárkirkju, að unglingastarfið fyrir krakka úr áttunda, níunda og tíunda bekk verður í formi mannréttindanámskeiðs. MeM er skammstöfun sem stendur fyrir ,,Mannréttindi eru Mikilvæg." Hér er á ferðinni lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir krakka sem er ekki sama um fólkið í kringum sig og heiminn allan.

Kór Glerárkirkju leitar að söngfólki

Æfingar hjá Kór Glerárkirkju hefjast fimmtudagskvöldið 8. september kl. 20:00. Ef þú hefur góða rödd, langar að syngja vandaða kórtónlist og ert tilbúin/n til að syngja við messur einu sinni til tvisvar í mánuði ... þá gæti Kór Glerárkirkju verið eitthvað fyrir þig. Kynntu þér málið. Skoða auglýsingu (pdf-skjal)

Ást fyrir lífið - á Lindinni á sunnudagskvöldum kl. 20:00

Ást fyrir lífið - hjónabandsbókin, er nú efni stuttra þátta á kristilegu útvarpsstöðinni LINDIN. Á hverju sunnudagskvöldi frá og með deginum í dag, 4. september, verður lesinn einn kafli úr bókinni. Lesarar eru sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju. Kynnir þáttanna er Fjalar Freyr Einarsson og hefur hann umsjón með þáttunum. Endilega fylgist með á FM 103,1 á Akureyri. Hver þáttur er um 10 mínútna langur og endurtekinn nokkrum sinnum í vikunni.

Fermingarfræðslan hefst síðari hluta septembermánaðar

Stefnt er að því að hefja fermingarfræðslu í Glerárkirkju í seinni hluta septembermánaðar. Fermingarbörn og foreldrar munu fá nánari upplýsingar þar að lútandi í bréfi fljótlega. Einnig verður þetta auglýst hér á netinu og í Dagskránni. Hægt er að senda fyrirspurnir á arna@glerarkirkja.is og gunnlaugur@glerarkirkja.is