Fréttir

Hádegissamverur á miðvikudögum í Glerárkirkju

Hádegissamverur á miðvikudögum eru fastur liður í helgihaldinu í Glerárkirkju. Hvern miðvikudag klukkan tólf hittast 20 til 30 manns í kirkjunni til bænagjörðar og altarisgöngu. Stundin hefst á því að sunginn er sálmur og hlustað er á guðsspjall síðasta sunnudags. Að því loknu er farið með syndajátningu og gengið til altaris áður en komið er að fyrirbænastund þar sem bænarefni sem komið hefur verið til prestanna eru lögð í Drottins hendur. Þegar lokasálmur hefur verið sunginn er svo gengið til hádegisverðar í safnaðarsal. Allir sem vilja taka þátt í þessu helgihaldi og fyrirbænastund eru hjartanlega velkomnir. Best er að koma fyrirbænaefnum til prestanna með því að líta við á skrifstofunni eða hringja í síma 464 8800 en einnig má senda fyrirbænaefni tímanlega í tölvupósti á glerarkirkja@glerarkirkja.is

Sunnudagaskólinn hefst 8. janúar

Fermingarfræðslan hefst 17. janúar

Fermingarfræðslan á vorönn hefst þriðjudaginn 17. janúar samkvæmt stundaskrá: Hópur A á þriðjudögum kl. 13:30 Hópur B á þriðjudögum kl. 14:30 Hópur C á þriðjudögum kl. 15:30 Hópur D á miðvikudögum kl. 13:30 Hópur E á miðvikudögum kl. 15:00 Hópur F á fimmtudögum kl. 16:45 Sjá nánar hér.

Æfingar barnakórs og æskulýðskórs hefjast fljótlega

Þessa dagana er Marína Ósk Þórólfsdóttir sem mun stjórna bæði Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju á vorönn, að leggja lokahönd á undirbúning kórastarfsins. Æfingatímar verða auglýstir hér á vefnum og í Dagskránni miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi, en æfingar hefjast um miðjan janúar. Nánari upplýsingar gefur Marína Ósk í síma 847 7910.

Prédikun á nýársdegi

Hjá okkur sem stöndum á bryggjunni í dag, eru tilfinningarnar varðandi sjóferðina sem framundan er væntanlega blendnar. Í gærkvöld komum við að bryggju að lokinni sjóferð í gegnum árið 2011. Úr prédikun sem undirritaður flutti í dag í messu í Glerárkirkju. Áhugasamir geta lesið hana á trú.is.