Fréttir

Þemavika fermingarbarna 2012

Kristilega hljómsveitin Tilviljun? verður ásamt fermingarbörnunum sjálfum í aðalhlutverki í þemaviku fermingarbarna sem hefst þriðjudaginn 25. janúar næstkomandi og endar með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 5. febrúar. Þátttaka er valfrjáls, en foreldrar eru beðnir að hvetja börn sín til þátttöku. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864, 8451, en yfirlit yfir dagskrána er að finna hér á síðunni:

Börn úr fyrsta til fimmta bekk velkomin í barnakórinn

Æfingar Barnakórs Glerárkirkju eru alla mánudaga frá 15:45 til 16:45. Öll börn úr fyrsta til fimmta bekk eru velkomin. Mælt er með því að foreldrar komi með á fyrstu æfingu og skrái barnið í kórinn. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir, s. 847-7910 ÆFING FELLUR NIÐUR Í DAG VEGNA VEIKINDA.

Messa og barnastarf kl. 11:00 - kvöldguðsþjónusta kl. 20:00

Í dag, sunnudaginn 22. janúar er messa og barnastarf kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Klukkan átta í kvöld er svo kvöldguðþjónusta með Krossbandinu. Prestur í dag er sr. Gunnlaugur Garðarsson.

Jesús segir: Náð mín nægir þér

Æskulýðssamböndin í Austurlandsprófastsdæmi (ÆSKA) og Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi (ÆSKEY) standa í sameiningu fyrir helgarsamveru á Hrafnagili og Akureyri síðustu helgina í febrúar. Gert er ráð fyrir um 100 unglingum af Austur- og Norðurlandi. Unglingarnir eiga það öll sameiginlegt að vera virkir þátttakendur í kirkjustarfinu.  Mótsstjóri er sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.

Björn Teitsson segir ferðasögur á samveru eldri borgara

Björn Teitsson sagnfræðingur sem var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1979 - 2001 og kennari um árabil við Menntaskólann á Akureyri, verður sérstakur gestur á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 19. janúar. Samveran hefst kl. 15:00. Umsjón með samverunni hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og fær hún Valmar Väljaots organista Glerárkirkju til liðs við sig í tónlistina. Vafalaust munu þau fá hópinn til að æfa helstu þorrasöngvana og syngja aðra andans söngva. Allir eru velkomnir á samveruna og að njóta þess sem Sigurrós Anna Gísladóttir ber á hlaðborðið gegn vægu gjaldi. Að vanda er boðið upp á akstur frá Lindasíðu og fer SBA bíllinn af stað þaðan kl. 14:45.

Alþjóðleg bænavika hefst í dag

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og kaþólsku kirkjunni. Sjá nánar í frétt á kirkjan.is. Dagskrá á Akureyri er birt á kirkjan.is/naust.

Ást fyrir lífið - hjónabandsnámskeið

Vilt þú gera gott hjónaband betra? Mættu á námskeið 18. jan. kl. 20 í Glerárkirkju!

Pistill um biskupskjör

Það eru tvennar biskupskosningar framundan. Margt er skrafað af því tilefni. Sumir rita greinar eða pistla. Aðrir bæta við ummælum. Einstaka gera jafnvel hvorutveggja. Það er vel því miklu máli skiptir hvernig einstaklingur situr í biskupssæti að kjöri loknu.  Lesa pistil Péturs Björgvins ,,Kall eftir konu" á trú.is.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

Samkirkjuleg bænavika hefst miðvikudaginn 18. janúar og stendur til 25. janúar. Það er alkirkjuráðið og samkirkjunefnd Kaþólsku kirkjunnar sem standa fyrir bænavikunni á hverju ár. Dagsetningar miða við Péturs- og Pálsmessu. Að þessu sinni fylgjum við hér á landi þeim dagsetningunum en fram að þessu hafa bænadagarnir átta miðað við sunnudagana næst þessum messudögum. Auglýsing til útprentunar (pdf-skjal).

Barnakórinn - ný börn velkomin

Barnakór Glerárkirkju hefur æfingar að loknu jólafríi, mánudaginn 16. janúar. Æft verður alla mánudaga frá 15:45 til 16:45. Öll börn úr fyrsta til fimmta bekk eru velkomin. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir, s. 847-7910.