Fréttir

Fjölbreytt dagskrá á Akureyri á 17. júní

Að vanda er það skátafélagið Klakkur sem sér um hátíðarhöldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarstofu. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við í Glerárkirkju óskum Akureyringum öllum til hamingju með daginn og flotta dagskrá og hvetjum fólk til að taka virkan þátt í dagskránni án þess að gleyma að mæta í kaffisöluna í Glerárkirkju!

Árleg kaffisala Baldursbrár

Kvenfélagið Baldursbrá verður með sína árlegu kaffisölu í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 17. júní frá kl. 14:30. Í andyri kirkjunnar verða klukkustrengir sem félagskonur hafa unnið til sýnis.

Kynning á æskulýðsstarfinu fyrir verðandi fermingarbörn

Þeim sem fæddir eru 1999 og búa í sókninni ætti að berast boðsbréf í vikunni frá æskulýðsstarfi Glerárkirkju þar sem sagt er frá ferð á Hólavatn um miðjan ágústmánuð fyrir verðandi fermingarbörn og aðra áhugasama einstaklinga úr 1999-árganginum. Tilgangur ferðarinnar er að kynna æskulýðsstarf Glerárkirkju.

Styttist í brottför hjá Kór Glerárkirkju

Spennan vex: Nú eru aðeins nokkrir dagar í brottför hjá Kór Glerárkirkju, en kórinn heldur af landi brott á næsta þriðjudag. Ferðinni er heitið til Austurríkis þar sem kórinn mun taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni.

Samstaða, skilningur og kærleikur

Um fimmtíu manns tóku þátt í ráðstefnu Alkirkjuráðsins í Colombo í Sri Lanka sem lauk í gær. Þar var guðfræði díakoníunnar (kærleiksþjónustunnar) rædd út frá aðstæðum fólks sem er jaðarsett sem og út frá þörfum fátækari landa á suðurhveli jarðar.

Messur nú á sumartíma

Frá og með næstkomandi sunnudegi og fram á haust verða allar messur kl. 20:00 í Lögmannshlíðarsókn. Undantekningar verða auglýstar sérstaklega. Fyrsta kvöldmessan verður í Glerárkirkju, sunnudagskvöldið 10. júní. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Laus et Gloria

Kvennakórinn EMBLA heldur tónleika í Glerárkirkju sunnudaginn 10. júní kl. 16:00. Flutt verða verk fyrir kvennaraddir frá árunum 1120 til 2000. Stjórnandi er Roar Kvam. Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Kröfuhörð en þakklát æska

Börn og unglinga þyrstir í uppbyggjandi viðmót og umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. Um leið og þau gera miklar kröfur til okkar sem störfum í æskulýðsstarfi er vandfundinn jafn þakklátur og skemmtilegur hópur. Þau biðja um einlægni hjartans og frábiðja sér hverskyns sýndarmennsku.

Viðtal við sr. Örnu Ýrr um foreldramorgna

Á vef N4 má nú horfa á viðtal við sr. Örnu Ýrr um foreldramorgnana í Glerárkirkju sem sent var út á N4 í síðustu viku. Boðið er upp á foreldramorgna í Glerárkirkju í allt sumar á fimmtudagsmorgnum kl. 10:00.

Búddhistar og kristnir skrifa gegn rótbundinni græðgi

Hjá Lútherska heimssambandinu er komin út áhugaverð bók sem er afrakstur þvertrúarlegs samtals milli Lútherana og Búddhista. Í bókinni er fjöldi greina eftir fræðimenn og trúarleiðtoga. Meginstef bókarinnar er að kreppan sé tilkomin af rótbundinni græðgi.