Fréttir

Gönguguðsþjónusta kl. 20:00

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir létta gönguguðsþjónustu sunnudagskvöldið 22. júlí næstkomandi. Lagt er af stað frá Glerárkirkju kl. 20:00 og endar gangan þar líka. Létta ganga við allra hæfi. Allir velkomnir.

Sumarstarf fyrir unglinga

Glerárkirkja stendur fyrir fjölbreyttu sumarstarfi fyrir unglinga. Þeim sem fædd eru 1999 er boðið í ferðir á Hólavatn í ágúst, en eldri unglingum (1998 og eldri) er boðið að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem hefst mánudaginn 23. júlí. Dagskráin er í umsjón Péturs Björgvins djákna og gefur hann nánari upplýsingar í síma 864 8451. Skráning fer fram á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is

Um Þorláksmessu að sumri

Þorláksmessa að sumri er 20. júlí í minningu þess að þann dag árið 1198 voru bein heilags Þorláks Skálholtsbiskups grafin upp og lögð í skrín. Dánardægur hans er eins og kunnugt er 23. desember og þá er Þorláksmessa að vetri og margir halda upp á hana með skötuveislu. Á sumarmessunni er aftur á móti sungið úr Saltaranum bæði úti og inni. Saltari þýðir sungin lofgjörð og er þetta heiti notað yfir Davíðssálmana sem er að finna sem sérstaka bók í Gamla testamentinu.

Glerárprestakall stofnað

Árið 1981 varð Glerárprestakall til. Þar með hófst nýr kafli í sögu þjónustu kirkjunnar við íbúa norðan Glerár á Akureyri. Það ár fóru fram prestskosningar í byrjun desember og voru 2.392 á kjörskrá, þ.e. 18 ára og eldri. Lausleg talning í íbúaskrá frá því ári gefur til kynna að innan við 50 manns (16 ára og eldri) hafi á þessum tíma tilheyrt öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni á því svæði sem nú telst póstnúmer 603. Sr. Pálmi Matthíasson var kjörinn sóknarprestur.

Æskulýðsfélagið Glerbrot: Sumardagskrá

Æskulýðsfélagið Glerbrot sem hefur verið starfandi í Glerárhverfi frá haustinu 1982 stendur fyrir sumardagskrá í næstu viku. Hún er opin krökkum sem fædd eru 1996 til 1998. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá innan bæjarmarkanna en endað á tjaldútilegu. Það eru öllum á þessum aldri velkomið að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.

Um kirkjuskipan á Íslandi

Prófessor Hjalti Hugason ritar pistil í dag á trú.is þar sem hann spyr hvort þörf sé á nýrri kirkjuskipan. Hann segir meðal annars: "Vera má að nú standi kirkjan frammi fyrir því að ný markmið verði lögð til grundvallar við þróun kirkjuskipanarinnar."

Hamingjuóskir frá Lúterska heimssambandinu til biskups Íslands

Á vef Lúterska heimssambandsins kemur fram að sr. Martin Junge, framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandsins óskar íslensku kirkjunni til hamingju með vígslu sr. Agnesar M. Sigurðardóttur til biskups Íslands. Þar minnir hann á að árið 2007 samþykkti sambandið ályktun um hlutverk kirkjunnar í uppbyggingar- og sáttarferli samfélagsins, meðal annars í löndum sem verði fyrir efnahagslegum áföllum.

Listin, kirkjan og trúin

Í desember 2002 var opnuð sýningin Sigur lífsins eftir Leif Breiðfjörð í Glerárkirkju á Akureyri. Af því tilefni birtist grein í Morgunblaðinu (4. janúar 2003, bls. 8-9 í Lesbók) eftir dr. Pétur Pétursson þar sem hann fjallaði um nýtt glerverk Leifs í kirkjunni og samspil listar, kirkju og trúar. Greinin hefur nú verið endurbirt í heild sinni hér á vef Glerárkirkju.

Ó, ljúfa, erfiða sumar

Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða.

Sumar í Hlíð

Það er hæð yfir landinu og heil sól um allt land. Hægur vindur alls staðar og börn og fullorðnir njóta veðurblíðunnar. Ég byrja daginn snemma og ek inn á Akureyri og stöðva bílinn fyrir utan Dvalarheimili aldraðra, Hlíð.