Krossfestingarmyndir Ólafs Sveinssonar
14.04.2014
Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25. apríl.
Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.