Fréttir

Krossfestingarmyndir Ólafs Sveinssonar

Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25. apríl. Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.

Pálmar í sunnudagaskólanum

Á Pálmasunnudag, 13. apríl, fengu börnin pálmagreinar til að lifa sig inn í aðstæðurnar þegar Jesús reið á asna inn í Jerúsalem og íbúarnir tóku á móti honum fagnandi veifandi pálmagreinum. Þetta var síðasti sunnudagaskólinn vor en vorhátið verður 11. maí.

Sunndagskóli í safnaðarsal kl. 11.00

Síðasti sunnudagskóli vetrarins verður í Glerárkirkju 13. apríl kl. 11.00 í safnaðarsal kirkjunnar.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30 Prestar eru sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti: Valmar Väljaots. Kór Glerárkirju leiðir söng.