16.09.2014
Fysta eldri borgara samveran haustsins verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 18 september kl. 15.00. Nýr prestur í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson kynnir sig. Sætaferðir verða frá Lögmannshlíð og Lindarsíðu. Allir hjartanlega velkomnir.
11.09.2014
Messað verður í Glerárkirkju sunnudaginn 14 . september kl. 11.00. Prestur: Sr Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
11.09.2014
Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri þriðjudaginn 16. september kl. 16.30.
Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts.
Að stundinni lokinni verður gengið í fósturduftreitinn í kirkjugarðinum, þar sem hægt er að leggja blóm við minnisvarðann.
Minningarstundin er haldin í samvinnu Sjúkrahússins á Akureyri og Útfararþjónustu kirkjugarða Akureyrar.
Prestur er sr. Guðrún Eggertsdóttir, tónlistarflutning annast: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og Sigríður Hulda Arnardóttir, söngkona.
Athöfnin er öllum opin.
04.09.2014
Kvöldmessa verður í Glerárkirku sunnudaginn 7. september kl. 20:30. Prestur sr. Guðrún Eggertsdóttir. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
02.09.2014
Mömmumorgnar byrja í Glerárkirkju fimmtudaginn 4. september kl. 10.00 Foreldrar er hvattir til að mæta með börn sín. Nánari upplýsingar gefur sunna.kristrun@glerarkirkju.is
29.08.2014
Fyrsta hádegissamveran vetrarinns verður nk. miðvikudag 3. september kl. 12.00. Allir velkomnir.
26.08.2014
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 31. ágúst kl: 14.00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson boðinn velkominn til þjónustu og settur í embætti af prófasti sr. Jóni Ármanni Gíslasyni. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar. Kaffiveitingar að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.
20.08.2014
Messa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
15.08.2014
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun kveðja söfnuðinn í messu sunnudagskvöldið 17. ágúst kl. 20:30. Hún heldur nú til starfa í Grafarvogssöfnuði í Reykjavík eftir fjögurra ára þjónustu hér. Allir eru velkomnir að taka þátt í helgihaldinu og þiggja veitingar að messu lokinni.
12.08.2014
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20.30 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og kveður söfnuninn. Kaffi og meðlæti að messu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.