Fréttir

Vorhátíð sunnudaginn 1. maí

orhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 1. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barna - og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram ásamt Barnakór Langholtskirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æskulýðsfulltrúi, þjóna við athöfnina.

Sunnudagurinn 24. apríl

Helgihald í Glerárkirkju verður sem hér segir. Messa kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.

Helgihald helgarinnar

Um helgina mun helgihaldið einkennast af fermingum og verða tvær fermingarmessur og sunnudagaskóli.

Helgihald helgarinnar

Um helgina mun helgihaldið einkennast af fermingum og verða 3 fermingarmessur og sunnudagaskóli.

Erindi um kristilega núvitund/árverkni

Fræðslukvöld í Glerárkirkju um kristilega núvitund/árverkni á vegum Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmi og Glerárkirkja. Þriðjudaginn 5. apríl kl. 20. Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu kynnir og gefur innsýn í efnið. Umræður og kaffiveitingar að kynningu lokinni.

Fermingarmessur

Næstu þrjár helgar verða fermingar í kirkjunni okkar. Þá munu samtals um 90 ungmenni fermast. Sunnudagaskólinn verður þó á sínum stað kl. 11 og hvetjum við foreldra og börn til að mæta. Fermingarmessur helgarinnar verða sem hér segir: laugardaginn 2. apríl kl. 13:30 og sunnudaginn 3. apríl kl. 13:30.

Helgihald páskanna

Á komandi páskum verður fjölbreytt og lifandi helgihald í kirkjunni þinni og þú ert hjartanlega velkomin/nn til þess að eiga hér samfélag við Krist og þá sem vilja fylgja honum. Má þar nefna kvöldmessu á skírdagskvöldi, páskavöku á aðfangadegi páska og hátíðarmessu á páskadegi. Föstudaginn langa verður messa kl. 11 og síðdegis fjallar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson um guðfræði krossins.

Pálmasunnudagur - 20. mars

Helgihald í Glerárkirkju á Pálmasunnudegi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og krossbandið spilar. Fundir með foreldrum fermingarbarna verða að guðsþjónustunum loknum.

Sunnudagurinn 13. mars - Boðunardagur Maríu

Messa kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 14, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Samræður á milli trúarbragða í nútíma samfélagi

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 20. "Samræður á milli trúarbragða í nútímasamfélagi" Ræðumaður verður Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur og höfundur bókarinnar "Hin mörgu andlit trúarbragðanna." Erindi, umræður og kaffiveitingar!