TTT klúbburinn
15.01.2010
TTT er klúbbastarf fyrir tíu til tólf ára krakka (fimmti til sjöundi bekkur). Starfið fer fram á neðri hæð Glerárkirkju alla
þriðjudaga frá klukkan fimm til klukkan sex. Þar er fræðst um biblíuna, farið í leiki, föndrað, spjallað, hlegið, leikin leikrit og
margt fleira til gamans gert. Þá fer hópurinn saman í helgarferð fyrir páska (1.500 kr. ferðakostnaður). Athugið að þátttaka er
að öðru leyti ókeypis, öll börn velkomin og foreldrum velkomið að taka þátt í starfinu eftir því sem þau hafa tök
á. Nánari upplýsingar gefur Gréta í síma 462 1340.