21.11.2010
Prestar kirkjunnar hafa boðað foreldra fermingarbarna til funda í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudagskvöldin 21. og 28. nóvember.
19.11.2010
Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning í Glerárkirkju á 20 myndum eftir Kristjönu Agnarsdóttur áhugaljósmyndara. Myndirnar eru
úr ýmsum áttum en margar þeirra eru teknar í kirkjugörðum eða innihalda trúartákn. Sýningarskrá liggur frammi í
anddyri kirkjunnar.
17.11.2010
Í pistli dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni um traust:
Þarna var Jesús mættur, holdi klæddur og snæddi með þeim morgunverð. ...
Lesa pistil á trú.is.
17.11.2010
Á aðventu 2010 stendur hópum frá félagasamtökum, vinnustöðum, úr leikskólum og skólum sem fyrr til boða að taka
þátt í skipulagðri dagskrá í Glerárkirkju. Tekið er á móti hópum frá föstudeginum 3. desember og fram til
fimmtudagsins 16. desember.
13.11.2010
Á mánudagskvöldið 11. október kl. 20:00 verður fyrsta erindið í röð erindi undir fyrirsögninni: Fylgjum kindagötunni fyrst
hún er þarna. Hvert er þjóðkirkjan að fara? Ræður stefnumótun eða stefnuleysi?Framsögumaður verður sr. Jón A. Baldvinsson,
vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.
01.11.2010
Fermingarbörn úr Glerárkirkju munu ganga í hús í sókninni þriðjudaginn 2. nóv., miðvikudaginn 3. nóv. og fimmtudaginn 4.
nóv., hvern dag frá 17:30 til 21:00.
Sjá nánar í frétt á vef
prófastsdæmisins.
30.10.2010
Tónlist, söngur og sögur eru á dagskrá
fjölskylduguðsþjónustunnar í Glerárkirkju 31. október kl. 11:00. Hópur nemenda úr Giljaskóla kemur í heimsókn og leikur
á Marimba hljóðfæri.
26.10.2010
Síðustu mánudagskvöld hafa staðið yfir umræðukvöld í Glerárkirkju þar sem framsögufólk hefur rætt stefnumál
kirkjunnar. Að loknu hverju kvöldi hafa helstu atriði úr erindum kvöldsins verið tekin saman í stutt myndbönd og þau birt á netinu þeim sem
ekki áttu heimangengt á viðkomandi kvöldum til fróðleiks.
20.10.2010
Foreldrum barna í Barnakór Glerárkirkju er bent á að mánudaginn 24. október er engin æfing, en þann dag eru skólarnir í
vetrarfríi. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að kórinn kemur fram í fjölskylduguðsþjónustu 31. október næstkomandi
og mikilvægt að öll börnin mæti þangað. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Eva kórstjóri, hjordis@glerarkirkja.is
17.10.2010
Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar hefur staðið yfir um helgina á Akureyri. Lesa má nánar um
mótið á kirkjan.is:
Vilja frelsa eitt þrælabarn fyrir hverja götu á Akureyri
Hendur Guðs til góðra verka í heiminum - landsmótið sett
Unglingar sem ætla að breyta heiminum - söfnun á Glerártorgi
Félagar úr æskulýðsfélaginu Glerbrot voru að sjálfsögðu á staðnum ásamt leiðtogunum sínum, þeim
Samúel Erni og Stefaníu Ósk. Mótinu lýkur í dag sunnudag með guðsþjónustu kl. 11:00 í Akureyrarkirkju.