Fréttir

Fjórir umsækjendur um Glerárprestakall

Fjórir umsækjendur eru um stöðu prests í Glerárprestakalli sem veitt er frá 1. júní næstkomandi. Þau eru: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur og sr. Þorgeir Arason. (Sjá nánar á kirkjan.is) 

Þjóðkirkjan og samþætting kynjasjónarmiða

Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar stendur fyrir ráðstefnu í Glerárkirkju 23. apríl næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Þjóðkirkjan og samþætting kynjasjónarmiða." Vænst er þátttakenda af landinu öllu. Sjá nánar á www.kirkjan.is/jafnretti.

Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Næstkomandi fimmtudag, 1. apríl (Skírdagur) fellur foreldramorgunn niður en dagskráin á vorönn verður sem hér segir:

Kynslóðir mætast

Fimmtudaginn 11. mars var hinu árlega samstarfsverkefni Öldrunarheimila Akureyrar, Menntaskólans á Akureyri, Akureyrarkirkju, Glerárkirkju og Eyjafjarðarprófastsdæmis “Kynslóðir mætast” ýtt úr vör. Verkefnið er hluti af lífsleikniáfanga hjá nemendum í fjórða bekk MA. Þetta er fimmta árið sem verkefnið fer fram og vekur það eftir sem áður mikla lukku hjá ungum sem öldnum. Lesa nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

SMS-lán og fjárhagsleg heilsa

Í dag birtist á trú.is mjög þarfur pistill Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna og sviðsstjóra kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu þar sem hún bendir á þá varhugaverðu þróun sem svokölluð SMS-lán geta kallað fram: ,,Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auðvelt er að nálgast þau - bara eitt sms skeyti.” Lesa pistil á trú.is

Embætti prests í Glerárprestakalli auglýst

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Glerárprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 1. júní 2010. Sjá nánar á kirkjan.is.

Emmaus námskeið hefst í Glerárkirkju

Á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar hefst Emmaus-námskeið í Glerárkirkju. Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Söngbúðir á Löngumýri

Fermingarbörnum í Glerárkirkju býðst að taka þátt í söngbúðum á Löngumýri dagana 13. til 14. febrúar næstkomandi með félögum úr Æskulýðskór Glerárkirkju. Nánari upplýsingar má finna í auglýsingabæklingi hér á netinu. Athugið aðeins 40 pláss! Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Helfararinnar minnst

27. janúar er alþjóðlegur minningardagur helfararinnar. En það var árið 2005 sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók þá ákvörðun, 60 árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. Í tilefni dagsins skrifar Pétur Björgvin djákni pistil á trú.is.

Samverur eldri borgara í Glerárkirkju

Glerárkirkja býður eldri borgara sérstaklega velkomna á síðdegissamverur sem haldnar eru reglulega í safnaðarsal kirkjunnar. Þær eru í umsjón prests eða djákna og organista. Oftar en ekki eru fengnir góðir gestir til þess að líta inn, segja sögur sínar eða flytja tónlist. Á vorönn 2010 verða þessar samverur sem hér segir: Fimmtudagur 28. janúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. febrúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. mars kl. 15:00 Fimmtudagur 15. apríl kl. 15:00 Dagur eldri borgara verður svo haldinn hátíðlegur í Glerárkirkju á uppstigningardegi, 13. maí með guðsþjónustu kl. 14:00. Kaffi og meðlæti að guðsþjónustu lokinni verður í umsjón Kvenfélagsins Baldursbrár.