18.12.2011
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju eru að þessu sinni í samvinnu við Kór eldri borgara á Akureyri - Í fínu formi.
Stjórnandi beggja kóra er Valmar Väljaots. Hann sér líka um undirleik og fær til liðs við sig Marínu Ósk
Þórólfsdóttur sem leika mun á þverflautu. Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir. Hugsast gæti að skemmtilegir og svolítið
skrítnir gestir litu í heimsókn:o)
18.12.2011
Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju fjórða sunnudag í aðventu - 18. desember 2011. Lifandi marimbatónlist frá
10:45. Guðsþjónustan hefst kl. 11:00.
* Suzukinemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri leika nokkur lög á fiðlurnar sínar.
* Marimbasveitin Mandísa heldur uppi fjörinu undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara.
* Leikþáttur um hann Pésa sem langar að verða jólasveinn.
* Mikill almennur söngur undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur.
* Sr. Arna og Pétur djákni sjá um dagskrána ásamt barnastarfsfólki.
* Sunnudagaskólabörnum boðið að koma upp og prufa að vera "kór".
* Litið inn í jólaguðspjallið og "Heims um ból" á sínum stað.
* Gengið í kringum jólatréð í safnaðarsal í lokin.
* Askasleikir kemur í heimsókn.
PDF-skjal til útprentunar.
16.12.2011
N4, Icelandair, Vodafone og Bílaleiga Akureyrar eru bakhjarlar söfnunar til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunin fer fram í beinni útsendingu á N4
frá Menningarhúsinu Hofi, föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00. Símalínurnar eru hins vegar opnar nú þegar og um að gera að hringja
og styrkja gott málefni:
9071901 - 1000 kr.
9071903 - 3000 kr.
9071905 - 5000 kr.
Allur ágóði rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar á Norðurlandi. Sjá
nánar á help.is.
Tryggið ykkur miða á www.midi.is eða á www.menningarhus.is.
08.12.2011
Velunnarar Glerárkirkju eru hvött til að fylgjast með viðburðum og starfi kirkjunnar í gegnum heimasíðuna þar sem starfsfólk reynir að
birta fréttir af starfinu. Bent er á þann möguleika að smella á "líkar við" á Facebook-síðu kirkjunnar:https://www.facebook.com/glerarkirkja. Einnig má nota reit hér til vinstri og biðja um að vera skráður á
póstlista kirkjunnar.
08.12.2011
Börnin sem koma í sunnudagaskóla í Glerárkirkju á sunnudögum fá gefins litlar biblíumyndir. Þar sem mörgum finnst gaman að
safna þessum myndum höfum við í Glerárkirkju gefið börnunum bækur til þess að hafa myndirnar í. 150 bækur sem til voru í
haust kláruðust mjög fljótt. Því miður hefur dregist að fá nýjar bækur úr prentun en nú eru þær loksins
komnar aftur. Það er því tilvalið að koma í sunnudagaskólann á sunnudaginn og fá bók!
08.12.2011
Eins og undanfarin ár er stór hópur fólks sem þarf á fjárhagslegri aðstoð að halda fyrir jólin. Við í Glerárkirkju
minnum á að - eins og margoft hefur verið auglýst í Dagskránni - síðasti umsóknardagurinn er 8. desember. Nauðsynlegt er að
umsækjandi komi með gögn sem sýna helstu tekjur og gjöld viðkomandi. Hægt er að sækja um hjá presti eða djákna.
07.12.2011
Sl. föstudag sóttu rúmlega áttatíu manns hádegisstund í safnaðarheimili Glerárkirkju þar sem Sigrún Sigurðardóttir,
doktorsnemi í lýðheilsuvísindum flutti erindi og Guðrún Ebba Ólafsdóttir las upp úr nýútkominni bók sinni. Við
hér í Glerárkirkju fögnum því hve vel var mætt og bendum áhugasömum á pistil sem birtist í dag eftir Sigrúnu. Þar
segir hún meðal annars:
Það minnkar ekki afleiðingar ofbeldisins að þegja það í hel, einstaklingurinn sem fyrir því verður situr samt
sem áður uppi með skaðann. Hjálpum þeim sem eru fastir í þögulli þjáningunni.
Lesa pistil Sigrúnar á vísir.is.
06.12.2011
Á hverjum miðvikudegi kl. 12:00 er boðið upp á samveru í Glerárkirkju. Stundin hefst í kirkjunni við orgelleik, guðspjall síðasta
sunnudags er lesið, farið með syndajátningu, gengið til altaris og sameinast í hring við altarið til fyrirbænar. Að því loknu er
gengið í safnaðarsalinn þar sem boðið er upp á létta máltíð á vægu verði. Athugið að miðvikudagana 21. og 28.
desember verða hádegissamverurnar á sínum stað, en sú undantekning verður gerð, að aðeins er boðið upp á molasopa að helgistund
lokinni.
05.12.2011
Hvað viljum við að börnin og barnabörnin okkar upplifi á jólunum? Hvaða óskir berum við í brjósti þeim til handa? Kannski er
þetta jafn misjafnt hjá okkur eins og við erum mörg?
Lesa pistil á trú.is
04.12.2011
Í kvöld, sunnudagskvöldið 4. desember er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00 í umsjón sr. Gunnlaugs
Garðarsonar. Að vanda verður fjölbreyttur söngur, en allir þrír kórar Glerárkirkju koma fram ásamt stjórnendum sínum, þeim
Valmari Väljaots, Hjördísi Evu Ólafsdóttur og Marinu Ósk Þórólfsdóttur. Ljósaathöfn fermingarbarna verður á
sínum stað, fólk hvatt til að fjölmenna og taka virkan þátt, sérstaklega þegar Heims um ból er sungið í lok stundarinnar.
Hugvekju kvöldsins flytur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni.