07.02.2011
Ungt fólk úr æskulýðsfélaginu Glerbroti var meðal þátttakenda á æskulýðsmóti sem var haldið í
Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði, á vegum Æ.S.K.A., Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi og ÆSKEY,
Æskulýðssambands Eyjafjarðarprófastsdæmis. Um 90 unglingar á aldrinum 13 -16 ára mættu og komu þau af svæðinu frá Akureyri
til Breiðdalsvíkur ásamt rúmlega 20 leiðtogum, prestum og djáknum.
06.02.2011
Næstkomandi sunnudag, 6. febrúar munu fermingarbörn úr Glerárskóla taka virkan þátt í helgihaldinu með upplestri og leikrænni
tjáningu. Mæting til undirbúnings er kl. 10:00.
06.02.2011
Sunnudaginn 6. febrúar er kvöldmessa kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng.
Allir velkomnir.
06.02.2011
Sunnudaginn 6. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Pétri Björgvin Þorsteinssyni
djákna. Barnakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Hjördísar Evu Ólafsdóttur. Fermingarbörn taka þátt í helgileik.
Barnastarf fyrir yngri börnin er í safnaðarheimili á sama tíma. Sameiginlegt upphaf. Allir velkomnir.
07.02.2011
Eru þjóðgildin bara orðin tóm? Eiga þau erindi til okkar? Hvaða máli skipta þau? Hvernig tengjast hefðir og siðir í landinu tilvist
okkar og framtíðarsýn? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á umræðukvöldum í Glerárkirkju sem hefjast 7. febrúar
næstkomandi með framsögu Gunnars Hersveins, en umræðukvöldin eru byggð á bók hans Þjóðgildin.