Fréttir

Kynningarfundir vegna fermingarfræðslu í vetur

Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir fyrir væntanleg fermingarbörn vetrarins. Sent hefur verið út bréf með skráningarblaði og eru fermingarbörnin beðin að koma með blaðið útfyllt á kynningarfundina. Skráningarblaðið er einnig að finna hér á netinu.

Ljóðskáld úr ljóðahópi Gjábakka flytja ljóðadagskrá

Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 22. september næstkomandi og hefst að vanda klukkan þrjú. Góðir gestir koma í kirkjuna klukkan hálf fjögur en það eru ljóðskáld úr ljóðahópi Gjábakka sem flytja frumsamin ljóð. Enginn aðgangseyrir en kaffihlaðborð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Dagur kærleiksþjónustunnar á sunnudaginn

Sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar. Af því tilefni verður vetrarstarfið í Glerárkirkju kynnt og það gert að sérstöku fyrirbænaefni dagsins. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Guðmundur Guðmundsson þjóna, Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni, prédikar. ATH: Barnastarf á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.

Kynning á 12 spora starfinu!

12 spora fundir verða á mánudagskvöldum í vetur í Glerárkirkju kl. 19:30 (ATH: Breyttur tími frá fyrstu auglýsingum). Enn er hægt að bætast í hópinn! Tvö svokölluð opin kvöld eru enn eftir, þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Að þeim loknum tekur við lokað hópastarf. Skoða auglýsingu.

Foreldramorgnar hefjast að nýju

Á fimmtudagsmorgnum frá 10:00 til 12:00 eru foreldramorgnar í Glerárkirkju. Þar hittast foreldrar ungra barna og njóta samverunnar við aðra foreldra og börnin. Gott aðgengi er að safnaðarsal Glerárkirkju og auðvelt að láta barnavagninn standa nærri inngangi eða í forkirkjunni. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna ýrr Sigurðardóttir. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á vægu verði. Einnig er hægt að kaupa fimm miða kort.

Fjölbreytt starf hjá kvenfélaginu Baldursbrá

Kvenfélagið Baldursbrá hefur nú hafið starfsemi aftur að loknu sumarleyfi og ættu allar félagskonur að fá bréf með dagskrá félagsins í pósti á næstu dögum. Fundir félagsins eru á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 samkvæmt dagskrá félagsins, en þau fimmtudagskvöld sem ekki er fundur, hittast félagskonur frá 19:00 til 21:00 á handavinnukvöldum sem eru opin öllum konum. Nánari upplýsingar um starf félagsins gefur formaður þess, Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir í síma 462 1509. Í dagatali hér á síðunni má einnig sjá dagskrá hvers fimmtudags.

Messa kl. 11 sunnudaginn 11. september

Fyrsta morgunmessa haustsins verður sunnudaginn 11. september nk. og hefst að venju kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Ath. sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 18. september. 

12 spora fundir á mánudögum - mannrækt öllum opin

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 20:00 í vetur. Fyrsti fundur verður mánudagskvöldið 12. september. Fyrstu þrjú kvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn.

Mannréttindanámskeið í Glerárkirkju í haust

Tekin verður upp sú nýbreytni í haust í Glerárkirkju, að unglingastarfið fyrir krakka úr áttunda, níunda og tíunda bekk verður í formi mannréttindanámskeiðs. MeM er skammstöfun sem stendur fyrir ,,Mannréttindi eru Mikilvæg." Hér er á ferðinni lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir krakka sem er ekki sama um fólkið í kringum sig og heiminn allan.

Kór Glerárkirkju leitar að söngfólki

Æfingar hjá Kór Glerárkirkju hefjast fimmtudagskvöldið 8. september kl. 20:00. Ef þú hefur góða rödd, langar að syngja vandaða kórtónlist og ert tilbúin/n til að syngja við messur einu sinni til tvisvar í mánuði ... þá gæti Kór Glerárkirkju verið eitthvað fyrir þig. Kynntu þér málið. Skoða auglýsingu (pdf-skjal)