25.10.2011
ATHUGIÐ: Vegna þess að það er vetrarfrí í skólum mánudaginn 24. okt. og þriðjudaginn 25. okt. verður engin fermingarfræðsla
vikuna 24. til 28. október. Nánari upplýsingar gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur og sr. Arna.
23.10.2011
Á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október var umræðuefnið leikhúsið og helgihaldið. Sr. Haukur
Ágústsson ræddi um efnið og hélt því fram að guðsþjónustan væri “Sú leiksýning sem varað hefur
lengst á jörð.” Á vef prófastsdæmisins má lesa pistill um kvöldið og skoða upptökur.
Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.
19.10.2011
Æskulýðsstarf Glerárkirkju er viðurkennd sendisamtök fyrir evrópska sjálfboðaliða innan Evrópu Unga Fólksins.
Síðastliðið sumar fóru tveir sjálfboðaliðar til Noregs frá okkur, en þetta er annað sumarið sem Æskulýðsstarf
Glerárkirkju sendir sjálfboðaliða erlendis. Hins vegar hafa alls komið 13 sjálfboðaliðar til okkar síðustu 6 árin. Þegar
sjálfboðaliðar koma heim aftur eru þeir beðnir að svara nokkrum spurningum og segja frá verkefninu. Hér koma svörin frá þeim Brynju og
Þorbjörgu.
19.10.2011
Við hér í Glerárkirkju minnum á ferðir fermingarbarna á Löngumýri.
* Fimmtudagur, 20. október. Börn úr Síðuskóla. Brottför kl. 08:30.
* Föstudagur, 21. október. Börn úr Giljaskóla. Brottför kl. 08:30.
ATH: Ferðirnar eru öllum opnar, líka þeim sem sækja ekki fermingafræðslu í Glerárkirkju.
Sjá nánar í eldri frétt hér á vefnum.
19.10.2011
ATH: Því miður er Aðalsteinn Bergdal forfallaður!
Tveggja manna tal á miðvikudagskvöldum í Glerárkirkju heldur áfram 19. október. Nú er röðin komin að sr. Hauki Ágústssyni
presti og kennara og Aðalsteini Bergdal leikara. Yfirskrift kvöldsins er: ,,Leikhúsið og helgihaldið" en þeir munu m.a. fást við eftirfarandi
spurningar:
Eru guðspjöllin vel til þess fallin að leika þau á sviði? Hvers vegna (ekki)?
Hvað er sérstakt við form guðspjallanna?
Hvernig tengjast guðspjöllin helgihaldi kirkjunnar?
Dagskráin hefst kl. 20:00 með stuttri helgistund og tveggja manna tali þeirra Hauks og Aðalsteins. Að loknu kaffihléi um níuleytið tekur við samtal
við almenna þátttakendur. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
15.10.2011
Velkomin á vef Glerárkirkju. Við, starfsfólkið í húsinu, reynum eftir því sem við höfum tök á að setja inn
fréttir og fleira um viðburði og fasta dagskrárliði í kirkjunni. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara og gleðjumst við yfir
ábendingum á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is. Umsjón með vefsíðunni hefur Sverrir Pálmason, s. 464 8803, en innihald einstakra
undirsíðna og frétta er á ábyrgð hvers starfsmanns eftir starfssviði. Við bendum sérstaklega á dagatalið
hér til vinstri á forsíðunni. Með því að smella á viðkomandi dag má lesa um þá viðburði sem eru auglýstir
þann dag.
20.10.2011
Æskulýðskór Glerárkirkju hefur nú hafið æfingar aftur og verða æfingar kórsins á fimmtudögum kl. 17:00 í
safnaðarheimilinu. Stjórnandi er Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarkennari. Kórinn er ætlaður börnum í 6. bekk
og eldri. Hann kemur fram í fjölskylduguðsþjónustum í Glerárkirkju einu sinni í mánuði, auk ýmissa annarra
tækifæra.
14.10.2011
Um 30 manns sóttu umræðukvöld í Glerárkirkju sl. miðvikudagskvöld þar sem dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flutti framsögu og
svaraði fyrirspurnum þátttakanda. Þema kvöldsins var ,,kirkjan og guðfræðin" og lá bók páfa ,,Jesús frá Nasaret" til
grundvallar umræðunni.
Lesa áfram á vef prófastsdæmisins.
12.10.2011
Á umræðukvöldum í Glerárkirkju þetta misserið er fjallað um bók páfa ,,Jesús frá Nasaret". Í þeim hluta sem
fjallað er um í kvöld segir hann meðal annars:
Eðli allra freistinga er ... að víkja Guði til hliðar vegna þess að við teljum hann
aukaatriði og lítum hreinlega á hann sem óþarfan og þreytandi í samanburði við allt það sem virðist mikilvægara til að
veita okkur lífsfyllingu. Að reisa heim við okkar eigið ljós án tengsla við Guð, að byggja á okkar eigin grunni og hafna öllum veruleika utan
við þann pólitíska og efnislega og víkja Guði til hliðar sem tálmynd - þetta er freistingin sem ógnar okkur og birtist okkur í
mörgum mismunandi myndum. Óheil siðferðileg afstaða er ær og kýr freistingarinnar. ... Hún læst líka tala fyrir sönnu raunsæi:
Það sem er raunverulegt er það sem er beint fyrir framan nefið á okkur - völd og peningar. Í samanburði verður allt sem snertir Guð
óraunverulegt, minni háttar og eitthvað sem enginn þarf á að halda. (Bls. 46).
Þátttakendur í tveggja manna tali í kvöld eru dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
11.10.2011
Prestar kirkjunnar hafa nú sent öllum foreldrum fermingarbarna bréf heim í pósti með upplýsingum vegna ferðalags á Löngumýri. Ef
bréfið hefur af einhverjum orsökum ekki borist þá er það einnig aðgengilegt hér fyrir neðan.