Fréttir

Fermingaræfingar á föstudaginn.

Föstudaginn 21. apríl verða æfingar vegna fermingarathafna helgarinnar. Þau sem fermast laugardaginn 22. apríl mæta á æfingu kl. 15 og þau sem fermast á sunnudaginn 23. apríl koma til æfinga kl. 16.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum laugardaginn 29. apríl

Kyrrðardagur á Möðruvöllum verður laugardaginn 29. apríl kl. 10-17. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Verð: 2000 kr. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 27. apríl í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is og 895 6728 eða oddurbarni(hjá)gmail.com

Erindi Gunnlaugs A. Jónsson komið á vefinn

Nú má horfa á erindi Gunnlaugs A. Jónssonar á vefnum. Hann byggði umfjöllun sína á föstudaginn langa á myndefni og ljóðlist sem fer vel á skjánum. Erindið nefndi hann: Golgata og príslarsagan með augum 22. Davíðssálms. Áhrifasaga sálmsins í máli og myndum.

Vilt þú taka þátt í vali á nýjum presti?

Þann 30. apríl n.k. kl. 17 verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar og á fundinum verður kosin ný kjörnefnd Glerárprestakalls. Samkvæmt reglum um val og veitingu prestsembætta kýs aðalsafnaðarfundur kjörnefnd, sem hefur það hlutverk að velja prest. Í kjörnefnd Glerárprestakalls eiga að sitja 17 aðalmenn og 11 varamenn, allt sóknarfólk 16 ára og eldri sem tilheyrir þjóðkirkjunni hefur rétt til að bjóða sig fram í kjörnefnd.

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar

Aðalsafnðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00 Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson lætur af embætti.

Helgihald á páskum

Það verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju um páskana. Dagskrá vikunnar má lesa hér.

Föstudagurinn langi: Íhuganir undir krossinum

Föstudagurinn langi kl. 14. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, flytur erindið: GOLGATA OG PÍSLARSAGAN MEÐ AUGUM 22. DAVÍÐSSÁLMS - ÁHRIFASAGA SÁLMSINS Í MÁLI OG MYNDUM

Pálmasunnudagur: messa og sunnudagaskóli kl. 11

Á pálmasunnudag verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar, kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Að messu lokinni er foreldrum boðið í létt spjall um atferli við fermingu.

Fermingarmessa 8. apríl n.k.

Þann 8. apríl n.k. verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Prestar kirkjunnar þjóna og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Fermd verða...

Sunnudagurinn 2. apríl

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Klukkan 20 verður guðsþjónusta með Krossbandinu, sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.