28.03.2017
Fermingardagar 2018 í Glerárkirkju verða með eftirfarandi hætti.
22.03.2017
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
17.03.2017
Messa og barnastarf verður kl. 11, n.k. sunnudag í kirkjunni. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kórinn syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
17.03.2017
Nýverið var haldinn fulltrúaráðsfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér með fylgir kynning af starfi hjálparstarfsins með myndum af starfinu á yfirstandandi ári. Þetta er mikið og mikilvægt starf bæði hér á landi og erlendis sem allt kirkjufólk ætti að þekkja til.
15.03.2017
Dr. Hjalti Hugason flytur erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju næskomandi miðvikudag 15. mars kl. 20: Sístæð siðbót og frelsishugsjónir nútímans: Á þjóðkirkjan að berjast fyrir mannréttindum? Í erindinu eru hugmyndir samtímans um mannréttindi skoðaðar út frá sjónarhorni lúthersku þjóðkirkjunnar. M.a. verður spurt hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda og hvernig almenn mannréttindabarátta geti samrýmst kenningum og starfi kirkjunnar? Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
07.03.2017
Sunnudagurinn 12. mars er æskulýðsdagur í Glerárkirkju þá verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Þar þjónar Sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, sem flytur hugvekju. Barna ? og æskulýðskór kirkjunnar leiða söng í guðsþjónustunni. Kvöldguðsþjónusta verður kl. 20.
07.03.2017
Ástin, drekinn og dauðinn: Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, flytur fyrirlestur á vegum Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 9. mars nk. kl. 20.
07.03.2017
Dr. María Ágústsdóttir, prestur, er ræðumaður á fræðslukvöldi kl. 20. Hún fjallar um efnið: Þjóðkirkjan og aðrar kirkjur og trúarbrögð, hver er staða hennar í fjölhyggjusamfélagi?
04.03.2017
Sunnudaginn 5. mars verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
01.03.2017
Fyrsta fræðslukvöldið verður á miðvikudaginn 1. mars kl. 20 undir yfirskriftinni Sístæð siðbót í nútímanum. Efni kvöldsins verður Samfélagsþróunin og trúarlífið: Hvað er framundan? Í erindinu mun Rúnar Vilhjálmsson fara yfir stöðu og þróun trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Þá er fjallað um rannsóknir og niðurstöður um þróun trúarlífs á Íslandi og niðurstöður túlkaðar í ljósi fræðilegrar umræðu. Loks verður fjallað um framtíðarhorfur trúarlífs og trúarstofnana á Íslandi.