Fréttir

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 26. okt. kl. 20

Dr. Bjarni Guðleifsson kynnir nýja bók sína Öreindir, alheimurinn og lífið ? og Guð. Í þessari bók sinni takast náttúrufræðingurinn og trúmaðurinn á við nýjar kenningar og þekkingu um öreindir, alheiminn og lífið. Þetta er framhald af síðasta fræðslukvöldi þar sem fengist var við hvernig talað er um Guð og hvar á að byrja eftir bók Rob Bell. Í þessari bók kynnir Bjarni hugmyndir manna um öreindirnar og alheiminn og veltir því fyrir sér hvernig samræma má þessar kenningar og þekkingu guðstrú.

Fræðslukvöld: Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð. Er hægt að tala um Guð í nútímanum? Hvernig ættum við þá að tala um Guð og hvar ættum við að byrja? Á fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 20 mun dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um þessar lykilspurningar. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 16. október. Sunnudagaskóli og messa kl 11:00 í Glerárkirkju. Kvöldguðþjónusta kl 20:00 í Glerárkirkju

Sunnudagurinn 9. október. Sunnudagaskóli og messa kl 11:00 í Glerárkirkju. Messa kl 14:00 á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð

Sunnudagurinn 2. október - Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 og Kvöldmessa kl. 20:00

Aðalfundur Kórs Glerárkirkju

Þriðjudagurinn 27. september

12 Sporin - Andlegt ferðalag. Þriðji kynningarfundur.

Sunnudagurinn 25. september. Sunnudagaskóli og messa kl 11:00

Sunnudagaskóli kl 11:00. Messa kl. 11:00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir velkomnir Að messu lokinni verður létt spjall við foreldra fermingarbarna um tilhögun fermingarundirbúnings.

18. september Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Sunnudagaskólinn er byrjaður í Glerárkirkju! Söngur, leikur, fræðsla, brúðuleikhús og fjör fyrir börnin. Foreldrar og börn hjartanlega velkomin. Sameignlegt upphaf í messu. Messa kl. 11:00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Að messu lokinni verður létt spjall við foreldra fermingarbarna um tilhögun fermingarundirbúnings. Sömuleiðis sunnudaginn 25. september.

Sunnudagurinn 11. september. Messa í Glerárkirkju kl. 20.00

Sunnudagurinn 11. september. Messa í Glerárkirkju kl. 20.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir.