Fréttir

Pálmasunnudagur - 20. mars

Helgihald í Glerárkirkju á Pálmasunnudegi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og krossbandið spilar. Fundir með foreldrum fermingarbarna verða að guðsþjónustunum loknum.

Sunnudagurinn 13. mars - Boðunardagur Maríu

Messa kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 14, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Samræður á milli trúarbragða í nútíma samfélagi

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 20. "Samræður á milli trúarbragða í nútímasamfélagi" Ræðumaður verður Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur og höfundur bókarinnar "Hin mörgu andlit trúarbragðanna." Erindi, umræður og kaffiveitingar!

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar

Sunnudagurinn 6. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og þá verður hátíð í kirkjunni okkar. Það verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrún Gunnlaugsdóttur, djákna, og Eydísi Ösp Eyþórsdóttur. Barna - og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Æskulýðsguðsþjónusta verður kl. 20 í Akureyrarkirkju og er guðsþjónustan samstarfsverkefni Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni. Ath. rúta frá Glerárkirkju kl. 19:30.

Staða trúmála á Íslandi í dag á fræðslukvöldum 2. og 9. mars kl. 20

Á fræðslukvöldum í mars verður fjallað um stöðu trúmála á Íslandi í dag. Það verða tvö erindi 2. og 9. mars. Fyrirlesarar eru dr. Gunnar J. Gunnarsson sem hefur rannsakað trúarlíf meðal unglinga á Íslandi en auk þess mun hann fjalla um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um trúarlíf. Þá mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um samræður milli trúarbragða. Hann hefur verið með ágætlega sótt námskeið um trúarbrögðin og gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna 2005. Fræðslu- og umræðukvöldin eru á miðvikudögum kl. 20-22. Hefjast með erindi, þá er gert kaffihlé áður en umræður um efni kvöldsins hefjast.

Sunnudagurinn 28. febrúar

Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Sunnudagurinn 21. febrúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðþjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar og krossbandið leiðir söng.

Kyrrðarbænin á fræðslu- og umræðukvöldi 17. og 24. febrúar

Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi.

Sunnudagurinn 14. febrúar

Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Erindi um föstu á öskudegi 10 febrúar - Gengið í föstu

Á öskudaginn miðvikudaginn 10. febrúar verður sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, með erindi um föstu. Hann mun fjalla um það hvað það er að ganga í föstu og skoða það í ljósi líkamlegrar og andlegrar heilsuræktar. Kvöldin eru öllum opinn. Þau byrja kl. 20 með erindi, svo er kaffi og umræður í framhaldi af þeim.