17.02.2016
Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi.
11.02.2016
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
10.02.2016
Á öskudaginn miðvikudaginn 10. febrúar verður sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, með erindi um föstu. Hann mun fjalla um það hvað það er að ganga í föstu og skoða það í ljósi líkamlegrar og andlegrar heilsuræktar. Kvöldin eru öllum opinn. Þau byrja kl. 20 með erindi, svo er kaffi og umræður í framhaldi af þeim.
12.02.2016
Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri. Það verður haldið í Glerárkirkju 12. og 13. febrúar nk. Markmiðið er að gefa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur, deila reynslu sinni hver með annarri og benda á leiðir til uppbyggingar. Áhersla er lögð á virkni þátttakenda. Á námskeiðinu eru notaðar dæmisögur um konur í Nýja testamentinu sem varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna. Leiðbeinandi er Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Námskeiðið er ókeypis.
07.02.2016
Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
02.02.2016
Nú eru fermingardagar ársins 2017 aðgengilegir hér á vefnum.
03.02.2016
Margir taka þátt í mannrækt og sjálfshjálparhópum sem iðka ýmis konar andlegar æfingar. Oft leita menn langt yfir skammt því að kjarni kristinnar trúar er bænaiðkun, hugleiðsla og lífsleikni. Á þessu námskeiði verður (1) leiðbeint og æfð bæn eins og Jesús kenndi hana. (2) Gengið í föstu sem er þjálfun í lífsleikni. (3) Kyrrðarbæn kennd og æfð en hún á rætur að rekja til trúariðkunnar í klaustrunum.
31.01.2016
Fjölskylduguðþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna. Barna - og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
17.01.2016
Um helgina hefst samkirkjuleg bænavika. Að vanda er farið á milli safnaðanna og beðið saman. Það eru Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan sem standa fyrir þessum samverun á Akureyri. Fimmtudaginn 21. janúar kl. 20 verður svo sameiginleg samkoma hér í Glerárkirkju þar sem Gospelkór Akureyrar og Kór Glerárkirkju syngja og leiða söng.
12.01.2016
UD - Glerá, æskulýðsfélag Glerárkirkju og KFUM og KFUK, er fyrir unglinga í 8. - 10. bekk. Félagið hittist alla fimmtudaga kl. 20 - 21.30 í Sunnuhlíð, sal KFUM og KFUK (opið hús frá kl. 19:30). Í síðustu viku settu leiðtogar og félagar í æskulýðsfélaginu saman dagskrá fram á vor og verður margt spennandi á dagskrá m.a. kókosbollubrjálæði, pógó - partý, paramót í pílu, páskaeggjabingu og pizzapartý.