19.11.2015
Helgihald í Glerárkirkju.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerákirkju syngur.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20 . Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og krossbandið leiðir almennan söng.
19.11.2015
Samvera eldri borgara verður kl. 15 fimmtudaginn n.k. Sr. Gunnlaugur Garðarsson hefur umsjón með samverunni. Að þessu sinni verður Valdimar Gunnarsson, framhaldsskólakennari, gestur samverunnar. Kaffiveitingar, helgistund og gott samfélag. Allir velkomnir. Ath. rúta fer frá Lindarsíðu og kemur við á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð.
16.11.2015
Miðvikudaginn 18. nóvember verður þriðja hjónakvöld mánaðarins og er þema kvöldsins: Að leysa ágreining. Í fyrirlestrinum sem sýndur verður fjalla hjónin Nicky og Sila Lee um samskipti í hjónabandinu og hvernig megi leysa ágreining farsællega....
11.11.2015
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur meðhjálpara. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.
09.11.2015
Miðvikudaginn 11. nóvember verður hjónakvöld númer tvö og er þema kvöldsins: Listin að tjá sig. Í fyrirlestrinum sem sýndur verður fjalla hjónin Nicky og Sila Lee um tjáskipti í hjónabandinu. Hjónakvöldin verða öll miðvikudagskvöld í nóvember kl. 20-22.
09.11.2015
Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djáknakandídat, og Sindri Geir Óskarsson, guðfræðikandídat eru þessa dagana í starfsnámi við Glerárkirkju. Þau koma við í flestum liðum starfsins og kynnast störfum djákna og presta. Þau taka því þátt í helgihaldi, fermingarstörfum og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Við óskum þeim blessunar og vonum að tíminn í Glerárkirkju verði þeim báðum lærdómsríkur.
05.11.2015
Fyrsta hjónakvöldið af fjórum í nóvember fór fram 4. nóvember og mættu 11 pör á hjónakvöldið. Þema kvöldsins var Að byggja traustan grunn, en hjónakvöldin byggja á námskeiðinu Hamingjuríkt líf, sem á rætur sínar að rekja til Englands. Á þessu fyrsta kvöldi var fjallað um hin ólíku stig hjónabandsins, helstu ástæður þess að hjónabönd bresta og hvernig er hægt að byggja traustan grunn undir hjónabandið. Hvert og eitt par vann tvö verkefni úr verkefnabók námskeiðins. Á næsta hjónakvöldi er þemað Listin að tjá sig....
04.11.2015
Dagana 2. og 3. nóvember gengu fermingarbörn frá Glerárkirkju í hús norðan Glerár og söfnuðu til stuðnings vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Áður en börnin gengu í hús fengu þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli. Þeir sem ekki voru heima geta stutt við verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334 - 26 - 56200, kt. 450670-0499.
02.11.2015
Hjónakvöldin eru jákvætt námskeið fyrir pör sem vilja vinna að sambandinu og gera gott samband enn þá betra. Hjónakvöldin eru ætluð öllum, bæði þeim sem vilja styrkja góða sambúð sem hinum er ratað hafa í erfiðleika. Fólk á öllum aldri hefur sótt þessi námskeið, allt frá ungum pörum á leið í hjónaband sem hjónum er hafa verið gift í fjölmörg ár.
30.10.2015
Dagana 2. og 3. nóvember taka fermingarbörn í Glerárkirkju þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár.