Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta 15. mars

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 15. mars kl. 13:00. Þar mun Drengjakór Glerárkirkju koma fram undir stjórn Valmars Väljaots, fermingarbörn úr Glerárskóla munu flytja stuttan leikþátt, nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar flytja tónlist og kirkjugestum gefinn kostur á að kynnast afrakstri þemaviku fermingarbarna sem stóð yfir í vikunni. Sá hluti guðsþjónustunnar verður í umsjón Maríu Rehm, Önnu Lindner, Susanne Seitz og Katharinu Zwerger. Þeim til aðstoðar verður Sesselja Sigurðardóttir. Prestur í athöfninni er Arnaldur Bárðarson. Allir hjartanlega velkomnir.

Helgihald og fræðsla vikan 5-11 mars

Fimmtudagur 5. marsForeldramorgunn kl. 10.00. Sunnudagur 8. marsBarnastarf og messa kl. 11.00. Ath. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20:30. Krossbandið leiðir tónlist. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Miðvikudagur 11. marsHádegissamvera kl. 12.00. Sakramenti og fyrirbæn. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að stund lokinni. ath. fræðslukvöld verður í Kirkjunni kl. 20.00

Hópferð á söngleikinn Hero

Glerárkirkja í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri stendur fyrir hópferð á söngleikinn Hero laugardaginn 17. mars næstkomandi.

Ný vika, ný tækifæri

Mánudagsmorguninn 2. mars er að vanda opið hús og upplýsingar í Glerárkirkju fyrir fólk í atvinnuleit. Húsið opnar klukkan níu og setið er og spjallað í rúma klukkustund. Þennan dag er sérstaklega leitað eftir hugmyndum um efni sem þátttakendur vildu fá upplýsingar um á næstu mánudagsmorgnum en auk þess verður verkefnið Samlist kynnt.

Barnastarf og messa kl. 11:00 næstkomandi sunnudag

Sunnudaginn 1. mars næstkomandi er barnastarf og messa í Glerárkirkju kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf er í messunni, en þegar kemur að síðasta sálmi fyrir prédikun þá fara börnin og þeir foreldra sem kjósa yfir í safnaðarsalinn þar sem barnastarfið heldur áfram. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar í messunni, Hjörtur Steinbergsson er organisti og félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Barnastarfið er í umsjón Valmars, Péturs, Sædísar og Kolbráar. Allir velkomnir.

Ný vika, ný tækifæri

Á mánudagsmorgnum hittist fólk í atvinnuleit í safnaðarsal Glerárkirkju, spjallar og spáir í spilin. Þá fær hópurinn góða gesti í heimsókn hverju sinni. Mánudaginn 23. febrúar verður það Soffía Gísladóttir frá Vinnumálastofnun sem færir hópnum upplýsingar um mikilvægustu þætti sem einstaklingar á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa í huga. Húsið opnar kl. 09:00, erindi Soffíu er kl. 09:30. Allir velkomnir, brauð og kaffi á borðum þátttakendum að kostnaðarlausu.

Samskipti foreldra og barna og unglingsárin

Næstkomandi sunnudag, 22. febrúar verður boðið upp á fræðslu í safnaðarsal kirkjunnar á undan messu eða kl. 10:00 árdegis. Þar mun Kristján Már Magnússon sálfræðingur fjalla um efnið Samskipti foreldra og barna og unglingsárin. Minnt er á að blessuð börnin eru okkur dýrmætasti fjársjóður og foreldrar og aðrir hvattir til að gefa málefninu tíma. Nánari upplýsingar gefa prestar kirkjunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson.

Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Fimmtudagsmorgnar eru foreldramorgnar í Glerárkirkju. Þá hittast ríflega 30 foreldrar með lítil börn á samverustund í safnaðarsalnum þar sem tíminn er fljótur að líða við leik og spjall auk þess sem rómað morgunverðarhlaðborð Rósu ráðskonu svíkur engan. Allir eru velkomnir á foreldramorgna í kirkjunni.

Að byggja upp samfélag

Pétur Björgvin skrifar pistil dagsins á trú.is. Þar segir hann m.a.: ,,Sjálfur vil ég reyna að hafa Guð með í öllum aðstæðum, spyrja um hans vilja og hvað ég geti gert fyrir hann." Lesa áfram á trú.is.