Fréttir

Aðventukvöld í Glerárkirkju

Aðventukvöld verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 1. desember. Ræðumaður verður Guðni Ágústson fv. ráðherra. Kór Glerárkirkju syngur ásamt Barna-og æskulýðskór kirkjunnar. Fermingarbörn taka þátt í ljósaathöfn. Allir velkommir.

Messa í Glerárkirkju.

Messa verður í Glerárkirkju Sunnudaginn 1. desember Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Frábær árangur í söfnun fermingarbarna!

231.860 krónur söfnuðust í söfnun fermingarbarna til Hjálparstarf kirkjunnar en þau gengu í hús í Glerárhverfi síðustu tvær vikur og er þetta frábær árangur.

Samvera eldri borgara.

Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju 21. nóvember kl. 15.00 Rútuferðir frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð. Gestur samverunnar verður Helena Eyjólfsdóttir söngkona sem mun gleðja þáttakendur í tali og söng við undirleik Valmars Väljaots.

Réttu hjálparhönd!

Velkomin í súpu til styrkta línuhraðli á Landsspítalanum. Eftir guðsþjónustuna kl.11 verður á boðstólunum dýrindis, matarmilkil súpa og brauð. Lámargs gjald er 1500 krónur, ókeypis fyrir 13 ára og yngri. allur ágóði rennur í söfnunina. Oddur Helgi Halldórsson varaformaður bæjarráðs, skenkir á diskana. Dagný Halla Björnsdóttir og Sunna Friðjónsdóttir syngja nokkur lög.

Jólaaðstoð 2013 - hvernig sæki ég um?

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 537 9050 milli kl. 11:00 og 13:00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi fyrir 5. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Messa í Glerárkirkju.

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17, nóvember kl: 11.00. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Tekið á móti samskotum fyrir línuhraðli á Landspítalann. Sunnudagskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.

Fermingarbörn ganga í hús að safna fyrir vatnsverkefni í Afríku

Síðasti söfnunardagur fermingarbarnanna er á mánudaginn 11. nóvember kl. 17:30 - 21:00. Söfnunin er þáttur í starfi Hjálarstarfs kirkjunnar og margar kirkjur á landinu taka þátt í því. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt í söfnunni mæta í Glerárkirkju kl. 17:30 á mánudaginn. Hér með eru foreldrar og forráðamenn minnt á þessa söfnun en meðfylgjandi bréf var sent með fermingarbörnunum í síðustu viku. Söfnuðurinn er beðin að taka vel á móti þeim.

Afríkumatur í boði og fundur um vinasöfnuð í Afríku

Næstkomandi sunnudag kemur sr. Jakob Hjálmarsson í heimsókn á kristniboðsdaginn 10. nóvember. Hann verður með í kvöldguðsþjónustu. Hann hefur starfað á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Afríku að fræðslu presta og prédikara. Um það má lesa nánar hér á síðunni. Hann hefur stuðlað að tengslum við söfnuði í Kenía og íslenskra safnaða og verður það umfjöllunarefni á fundi á sunnudaginn kl. 19. Vonir standa til að kynning hans á verkefninu verði til að skapa lifandi tengsl milli Glerárkirkju og safnaðar úti í Kenía. Til að hafa reglulega skemmtilega umgjörð verður boðið upp á mat frá Afríku, Vodd og Grill-spjót, ágóðin mun renna til kristniboðsstarfsins, einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Það þarf að skrá sig í matinn í síðasta lagi föstudaginn 8. nóvember í Glerárkirkju í síma 464 8800 eða hjá Guðmundi 897 3302 / gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. Maturinn verður á 2.000 kr. Kynningin hefst svo kl. 19.20 og verður einnig fjallað um það í kirkjunni um kvöldið.

Kvöldguðþjónusta í Glerárkirkju.

Kvöldguðþjónusta um kristniboð og vinasöfnuð verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 10. nóvember kl: 20.00 Krossbandið leiðir söng. Sr, Jakob Hjálmarsson sýnir myndir frá Kenía og prédikar. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar.