Fréttir

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Myndirnar úr fermingarathöfnunum eru komnar

Nú eru myndirnar sem ljósmyndarinn tók í fermingum vorsins komnar í hús. Við munum dreifa þeim í skólunum á föstudaginn kemur. Hér er hægt að skoða hópmyndirnar. Einstaklingsmyndirnar er hægt að fá á tölvutæku formi með því að senda sr. Örnu Ýrr póst á arna@glerarkirkja.is

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi

Þetta árið heldur Kór Glerárkirkju tónleika í samvinnu við kammerkór frá Eistlandi sem heitir Vanalinna Segakoor. Tónleikarnir eru fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Messa á sjómanndaginn kl. 11

Messað verður í Glerárkirkju á sjómannadaginn kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða við kirkjuna um týnda og drukknaða sjómenn.

Hádegissamveran í dag verður með öðru sniði

Í dag verður hádegissamveran í Glerárkirkju með öðru sniði en venjulega vegna útfarar. Kyrrðar- og fyrirbænastundin verður í kapellunni kl. 12, og að henni lokinni verður einungis boðið upp á kaffisopa í kennslustofunni. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Þjóðkirkjan safnar fyrir línuhraðli

Á prestastefnu sem lauk í gær kynnti biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, landssöfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er í meðferð krabbameinsveikra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Æfingar fyrir fermingar helgarinnar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 13. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn. 12 apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 14. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 12. apríl kl. 17. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.

Samvera fyrir eldri borgara fimmtudaginn 11. apríl kl. 15

Á morgun fimmtudaginn 11 apríl, verður samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Gestur samverunnar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún mun fjalla um endurminningar frá liðinni tíð og svo syngjum við inn vorið! Allir eru velkomnir. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð 14:45.

Okkar eigin Steubenville - Pistill eftir sr. Sigríði Guðmarsdóttur

Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a:

Æfingar fyrir fermingar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 6. apríl eiga að mæta á æfingu fimmtudaginn 4. apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 7. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 5. apríl kl. 16. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.