Fréttir

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 9. febrúar kl. 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 9. febrúar kl.11.00 Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi. Allir hjartanlega velkomnir.

Bæn hjartans – Jesúbænin 5.febrúar

Breyting verður á dagskrá fræðslukvöldsins 5. febrúar af óviðráðanlegum orsökum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson kynnir Bæn hjartans – Jesúbænina sem er íhugunar og bænahefð Rétttrúnaðarkirkjunnar. Boðið er upp á kaffi og umræður. Íhugun verður í lokin. Allir velkomnir.

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 20:00

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunndaginn 2 febrúar kl. 20:00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 2. febrúar kl. 11

Fjölskylduguðþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11. Sunnudagaskólinn tekur þátt. Barna-og æskulýðskór kirkjunnar leiðir almennan söng. Marimbasveit Giljaskóla kemur í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að fjölmenna með börnunum.

Kristin íhugun og bæn á fræðslukvöldum á miðvikudögum í febrúar

Á miðvikudagskvöldum í febrúar kl. 20-22 verða fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um andlega iðkun kirkjunnar. Og verður stígið skrefi lengra á þeim þar sem verður lögð áhersla á iðkun og æfingu íhugunar og bæna. Kynntar verða mismunandi leiðir sem aldalöng reynsla er fyrir í kirkjunni. Fyrirlesararnir hafa hver um sig lagt stund á þessar íhugunar- og bænaleiðir og menntað sig í þeim. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður. En hvert kvöld endar með íhugun í kirkjunni þar sem fólk fær að reyna það sem um er rætt.

Mistök með auglýsingu á sunnudagaskólanum

Því miður gleymdist að setja inn upplýsingar um sunnudagaskólann í Dagskrána eins og venjan er. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Það mættu samt nokkur börn sem voru hress og kát og hlustuðu á sögu um Bartímeus blinda og auðvitað Rebba og Mýslu. Sunnudagsskóli verður alla sunnudaga nema þegar fjölskylduguðsþjónusta er. Næsta sunnudag 2. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta. Sjáumst þá!

Samkoma í bænavikunni á föstudagskvöld

Á föstudagskvöld kl. 20 verður sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju. Ræðumaður: Sr. Hjalti Þorkelsson, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Fjölbreyttur söngur og kaffi og meðlæti á eftir.

Messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju sunnudaginn 26. janúar kl. 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 26. janúar kl 11. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti. Petra Pálsdóttir. Kirkjukór Glerárkikju leiðir söng. Sunnudagaskólinn í safnaðarsalnum.

Alþóðleg samkirkjuleg bænavika á Akureyri 18. -25. janúar

Dagskrá í dag mánudag 20. janúar kl. 20:00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20. Sjá: http://kirkjan.is/naust/2014/01/15/samkirkjuleg-baenavika-a-akureyri-18-25-januar/#more-4778

Fermingarfræðslan hefst aftur í vikunni

Nú hefst fermingarfræðslan aftur og fermingarbörn vetrarins eiga að mæta í tíma skv. stundaskrá. Við hlökkum til að sjá þau aftur hress og kát eftir langt og vonandi gott jólafrí.