Fréttir

Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands

Mánudagskvöldið 27. ágúst kl. 19:30 mun dr. Pétur Pétursson flytja erindi sem hann nefnir: ,,Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands". Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, kaffi og meðlæti í hléi - tónlistaratriði. Nánari upplýsingar í síma 464 8800.

Takk Guð fyrir að ég er eins og ég er...

Prédikun síðasta sunnudags fjallaði um faríseann og tollheimtumanninn. Í henni talaði ég um ýmsar aðstæður þegar við hugsum: Takk Guð fyrir að ég er ekki svona..., nema auðvitað þau okkar sem eru einmitt svona...

Æskulýðskór og Barnakór æfa á miðvikudögum

Skráning og kynning á Æskulýðskór Glerárkirkju og Barnakór Glerárkirkju verður miðvikudaginn 29. ágúst næstkomandi á æfingatíma kóranna. Æfingar barnakórs eru á miðvikudögum kl. 15:30. Æfingar æskulýðskórs eru á miðvikudögum kl. 16:30. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir og gefur hún nánari upplýsingar í síma 847 7910. Netfang hennar er marina.osk.thorolfs@gmail.com.

Gaman að syngja í kór

Frá Kór Glerárkirkju. Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur og við viljum gjarna bæta við okkur góðu söngfólki í allar raddir. Sérstaklega mundum taka fagnandi á móti söngglöðum körlum. Nótnalæsi er æskileg en ekkert skilyrði. Upplýsingar gefur Valmar Väljaots kórstjóri í síma 8492949 netfang:valmar@glerarkirkja.is

Átt þú við spilafíkn að stríða?

GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn. Fundir eru á neðri hæð Glerárkirkju á laugardögum kl. 10:30. Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili.

Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, já takk

Djáknarnir Magnea Sverrisdóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson eru höfundar pistils sem birtist á trú.is í dag þar sem þau kalla eftir því að Þjóðkirkjan stofni aftur embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, en það embætti var lagt niður um áramótin 1988/89. Í pistlinum segja þau meðal annars: ,,Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur æskulýðsstarf kirkjunnar svo sannarlega fundið fyrir niðurskurði."

Haustnámskeið barnastarfs kirkjunnar

,,Leyfum starfinu að blómstra á nýjan hátt" er yfirskrift haustnámskeiðs barnastarfs kirkjunnar sem haldið verður víða um land í haust, meðal annars í Glerárkirkju fimmtudagskvöldið 13. september frá 17:00 til 21:00. Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, barnakórstjórum, leiðtogum og aðstoðarleiðtogum í barnstarfi kirkjunnar. Þátttaka er ókeypis. Sr. Jón Ármann Gíslason prófastur veitir nánari upplýsingar og tekur á móti skráningum á netfangið skinnast[hjá]gmail.com

Enginn er verri þó vökni

Krakkarnir úr Síðuskóla létu það ekki aftra sér að sólin hefði horfið á bak við ský. Þau létu ekki nægja að vera mætt í sumarbúðir við Hólavatn heldur skelltu þau sér í bókstaflegri merkingu orðsins í Hólavatn. Reyndar létu sum sér nægja að sitja í bátunum en stór hluti þeirra 17 krakka sem þáðu boð Glerárkirkju um ferð á Hólavatn óðu og syntu í vatninu. Tíminn við, á og í Hólavatni var fljótur að líða og kannski lítið sofið af því að ferðin var "of stutt" að mati krakkanna.

Vígsla nýbyggingar á Hólavatni

Næsta sunnudag, 19. ágúst, verður vígsluathöfn nýrrar byggingar á Hólavatni, sumarbúðum KFUM og KFUK í Eyjafirði kl. 14:00. Að vígsluathöfninni lokinni verður árleg kaffisala Hólavatns. Þá gefst tækifæri til að kaupa kaffi og ljúffengar kaffiveitingar til styrktar starfinu á Hólavatni.

Messa sunnudagskvöldið 19. ágúst kl. 20

Í messu næsta sunnudags verður altarisganga. En áður mun sr. Arna Ýrr tala um skrímsli og jaðarsetningu, faríseann og tollheimtumanninn. Valmar spilar á orgelið og félagar úr Kór Glerárkirkju leiða okkur í söng. Allir velkomnir.