24.08.2012
Mánudagskvöldið 27. ágúst kl. 19:30 mun dr. Pétur Pétursson flytja erindi sem hann nefnir: ,,Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands". Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, kaffi og meðlæti í hléi - tónlistaratriði. Nánari upplýsingar í síma 464 8800.
22.08.2012
Prédikun síðasta sunnudags fjallaði um faríseann og tollheimtumanninn. Í henni talaði ég um ýmsar aðstæður þegar við hugsum: Takk Guð fyrir að ég er ekki svona..., nema auðvitað þau okkar sem eru einmitt svona...
22.08.2012
Skráning og kynning á Æskulýðskór Glerárkirkju og Barnakór Glerárkirkju verður miðvikudaginn 29. ágúst næstkomandi á æfingatíma kóranna. Æfingar barnakórs eru á miðvikudögum kl. 15:30. Æfingar æskulýðskórs eru á miðvikudögum kl. 16:30. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir og gefur hún nánari upplýsingar í síma 847 7910. Netfang hennar er marina.osk.thorolfs@gmail.com.
21.08.2012
Frá Kór Glerárkirkju. Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur og við viljum gjarna bæta við okkur góðu söngfólki í allar raddir. Sérstaklega mundum taka fagnandi á móti söngglöðum körlum. Nótnalæsi er æskileg en ekkert skilyrði. Upplýsingar gefur Valmar Väljaots kórstjóri í síma 8492949 netfang:valmar@glerarkirkja.is
21.08.2012
GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn. Fundir eru á neðri hæð Glerárkirkju á laugardögum kl. 10:30. Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili.
20.08.2012
Djáknarnir Magnea Sverrisdóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson eru höfundar pistils sem birtist á trú.is í dag þar sem þau kalla eftir því að Þjóðkirkjan stofni aftur embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, en það embætti var lagt niður um áramótin 1988/89. Í pistlinum segja þau meðal annars: ,,Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur æskulýðsstarf kirkjunnar svo sannarlega fundið fyrir niðurskurði."
18.08.2012
,,Leyfum starfinu að blómstra á nýjan hátt" er yfirskrift haustnámskeiðs barnastarfs kirkjunnar sem haldið verður víða um land í haust, meðal annars í Glerárkirkju fimmtudagskvöldið 13. september frá 17:00 til 21:00. Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, barnakórstjórum, leiðtogum og aðstoðarleiðtogum í barnstarfi kirkjunnar. Þátttaka er ókeypis. Sr. Jón Ármann Gíslason prófastur veitir nánari upplýsingar og tekur á móti skráningum á netfangið skinnast[hjá]gmail.com
17.08.2012
Krakkarnir úr Síðuskóla létu það ekki aftra sér að sólin hefði horfið á bak við ský. Þau létu ekki nægja að vera mætt í sumarbúðir við Hólavatn heldur skelltu þau sér í bókstaflegri merkingu orðsins í Hólavatn. Reyndar létu sum sér nægja að sitja í bátunum en stór hluti þeirra 17 krakka sem þáðu boð Glerárkirkju um ferð á Hólavatn óðu og syntu í vatninu. Tíminn við, á og í Hólavatni var fljótur að líða og kannski lítið sofið af því að ferðin var "of stutt" að mati krakkanna.
17.08.2012
Næsta sunnudag, 19. ágúst, verður vígsluathöfn nýrrar byggingar á Hólavatni, sumarbúðum KFUM og KFUK í Eyjafirði kl. 14:00. Að vígsluathöfninni lokinni verður árleg kaffisala Hólavatns. Þá gefst tækifæri til að kaupa kaffi og ljúffengar kaffiveitingar til styrktar starfinu á Hólavatni.
17.08.2012
Í messu næsta sunnudags verður altarisganga. En áður mun sr. Arna Ýrr tala um skrímsli og jaðarsetningu, faríseann og tollheimtumanninn.
Valmar spilar á orgelið og félagar úr Kór Glerárkirkju leiða okkur í söng. Allir velkomnir.