Fréttir

Helgihald, sunnudaginn 15. júlí

Sunnudaginn, 15. júlí verður helgistund kl. 20:00 í Glerárkirkju. Fyrr um daginn, þ.e. kl. 16:00, verður fermingarmessa í Lögmannshlíðarkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Spörum tölvurnar, leikum úti

Okkur hér í Glerárkirkju er það hjartans mál að fólki líði vel. Eins og við öll þekkjum þá liggur oft nokkur vinna að baki vellíðan. Við þurfum að hugsa vel um okkar og taka hollar ákvarðanir um hvað við gerum. Pistill Arnars Márs Arngrímssonar í Akureyri - Vikublað er gott innleggi í þá umræðu. Við hvetjum foreldra og fólk almennt til að lesa pistil hans.

Kvöldmessa í Glerárkirkju

Í kvöld, sunnudagskvöldið 8. júlí er kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20:00. Kór Glerárkirkju syngur, Valmar Väljaots leikur á orgelið og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.

Framtíðin sem við viljum

„Framtíðin sem við viljum“ er 53 blaðsíðna skýrsla sem samþykkt var á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem kallaðist Ríó+20 en ráðstefnunni lauk á dögunum. Í framtíðarskýrslunni er fjallað um grænt hagkerfi og sjálfbærnimarkmið sett sem eiga að koma í stað hinna svokölluðu þúsaldarmarkmiða frá og með árinu 2015. Lúterska heimssambandið hefur þegar sent frá sér harðorð viðbrögð við skýrslunni.

Ein grein á ári

Einstaka sóknir eru okkur hinum til fyrirmyndar í því hvernig þær nota fjölmiðla í sinni fyllstu breidd. Á þessum vettvangi eru mikil tækifæri fyrir kirkju í sókn. Með nýjan biskup við stýrið hljótum við að horfa til þess að segja frá öllu því góða starfi sem fram fer í kirkjunni.

Nýr biskup hefur störf

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf í morgun á Biskupsstofu. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa.

Orð kvöldsins á RÚV 1

Orð kvöldsins er á sínum stað í sumar á Rás 1, öll kvöld (utan laugardagskvöld) kl. 22:10. Flytjandi í júlímánuði er Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju.

Kveðjuprédikun hr. Karls Sigurbjörnssonar

Hr. Karl Sigurbjörnsson hélt sína síðustu prédikun sem biskup Íslands á lokadegi prestastefnu síðastliðinn miðvikudag. Hjartnæm orð hans snertu marga viðstadda. Hann sagði meðal annars: "Allt frá árdögum hins kristna samfélags hefur spurningin leitað á: Fyrst heilögum anda var úthellt yfir kirkjuna hvers vegna bregðast þá þau sem leitast við að fylgja Kristi og reiða sig á leiðsögn anda hans, bregðast og gera mistök? "

Agnes tekin formlega við sem biskup Íslands

Prestastefnu var slitið með messu í Dómkirkjunni í gær. Karl biskup predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Agnesi biskupi. Í lok athafnarinnar afhenti fráfarandi biskup nýjum biskup lykla af Dómkirkjunni og Biskupsstofu sem og hirðisstaf.

Kvöldmessa á sunnudaginn

Messað verður í Glerárkirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju sjá um tónlistina. Heitt á könnunni að messu lokinni. Allir velkomnir.