Fréttir

Til hamingju með kvenréttindadaginn

Við í Glerárkirkju óskum þjóðinni allri til hamingju með kvenréttindadaginn og hvetjum fólk til að mæta í árlega kvennasögugöngu Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar kl. 16:30.

Kirkjan auki þjónustu við þau sem eru á jaðrinum í samfélaginu

Á ráðstefnu um þjónustu kirkjunnar - díakoníuna - sem haldin var nýverið í Colombo, Sri Lanka, var samþykkt ályktun þar sem kirkjur um allan heim eru hvattar til þess að taka sér stöðu við hlið þeirra sem eru jaðarsett í samfélaginu. Barátta fólksins fyrir jafnrétti og réttlæti sé barátta sem kirkjan eigi að styðja.

Séra frú Agnes

Ríkissjónvarpið birti áhugaverðan þátt um sr. Agnesi M. Sigurðardóttur verðandi biskup í gærkvöldi. VÞátturinn gefur tón sem ætla má að sé gott upphaf að vegferð hennar sem biskup. Sr. Agnes birtist fólki sem heilsteypt manneskja, sönn í því sem hún tekur sér fyrir og ekki eru meðmæli heimafólks af verri endanum.

Góð aðsókn í sumarbúðirnar við Hólavatn

KFUM og KFUK reka sumarbúðir við Hólavatn í Eyjafirði. Síðustu ár hefur farið fram mikil uppbygging þar og nú í vor var tekinn í notkun nýr svefnskáli og hefur aðstaða þar stórbatnað. Skráning er mjög góð í sumarbúðirnar og eru nú þegar 200 börn skráð í flokka sumarsins og er það 25% aukning frá fyrra ári. Enn eru nokkur pláss laus.

Gleði og upplifun

Kór Glerárkirkju er væntanlegur til landsins á morgun, þriðjudag, eftir að hafa tekið þátt í Sing'n Joy 2012 í Vínarborg þar sem fjöldi kóra frá öllum heimshornum kom saman, annars vegar til þess að standa fyrir margskonar sameiginlegum tónleikum og hins vegar til að taka þátt í kórakeppni. Kór Glerárkirkju kemur heim með bronsverðlaun í farteskinu.

Hugvekja á 17. júní

Hér er birt hugvekja sem flutt var í Lystigarðinum í dag, 17. júní.

Fjölbreytt dagskrá á Akureyri á 17. júní

Að vanda er það skátafélagið Klakkur sem sér um hátíðarhöldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarstofu. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við í Glerárkirkju óskum Akureyringum öllum til hamingju með daginn og flotta dagskrá og hvetjum fólk til að taka virkan þátt í dagskránni án þess að gleyma að mæta í kaffisöluna í Glerárkirkju!

Árleg kaffisala Baldursbrár

Kvenfélagið Baldursbrá verður með sína árlegu kaffisölu í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 17. júní frá kl. 14:30. Í andyri kirkjunnar verða klukkustrengir sem félagskonur hafa unnið til sýnis.

Kynning á æskulýðsstarfinu fyrir verðandi fermingarbörn

Þeim sem fæddir eru 1999 og búa í sókninni ætti að berast boðsbréf í vikunni frá æskulýðsstarfi Glerárkirkju þar sem sagt er frá ferð á Hólavatn um miðjan ágústmánuð fyrir verðandi fermingarbörn og aðra áhugasama einstaklinga úr 1999-árganginum. Tilgangur ferðarinnar er að kynna æskulýðsstarf Glerárkirkju.

Styttist í brottför hjá Kór Glerárkirkju

Spennan vex: Nú eru aðeins nokkrir dagar í brottför hjá Kór Glerárkirkju, en kórinn heldur af landi brott á næsta þriðjudag. Ferðinni er heitið til Austurríkis þar sem kórinn mun taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni.