06.05.2012
Sunnudagskvöldið 6. maí kl. 20:00 heldur Gospelkór Akureyrar vortónleika sína í Glerárkirkju. Ljúfir tónar í bland við
hressandi gospeltónlist! Allir eru hjartanlega velkomnir, við vonumst til að sjá sem flesta og eiga saman góða kvöldstund. Sérstakir gestir eru
Rúnar Eff og Valmar Väljaots. Stjórnandi er Marína Ósk Þórólfsdóttir. Miðaverð er 1500 kr., 1000 kr. fyrir börn 12 ára
og yngri. Miðar verða seldir við innganginn en einnig er hægt að kaupa miða í Pennanum. (Sjá einnig
á Facebook)
20.04.2012
Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20:00 hélt sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefndist: ,,Æðruleysi
í friðar og sáttarstarfi.” Dagskráin var hluti af umræðukvöldaröð Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og
Glerárkirkju. Yfirskrift samræðukvöldanna á vorönn 2012 var VEGUR TRÚARINNAR. Þetta var sjötta kvöldið af átta. Markmið
kvöldanna var að skapa vettvang til að ræða um andlegt líf og þýðingu þess fyrir trúað fólk, deila reynslu af vegferðinni og
ræða saman um hana. Á vef prófastsdæmisins er nú að finna stutta samantekt frá kvöldinu og myndbönd með erindi sr. Örnu. Lesa meira...
20.04.2012
Dr. Sigurður Pálsson er einn fremsti fræðimaður á Íslandi um trúarbragðafræðslu. Í grein sem birtist í
Fréttablaðinu í gær og er nú birt á trú.is fjallar hann um mikilvægi fræðslunnar og um þá stefnumótun sem hefur
farið fram á Evrópskum vettvangi.
Lesa grein Sigurðar á trú.is.
18.04.2012
,,Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að guðsþjónusta safnaðarins á sunnudegi er kjarni alls félagsstarfs
í kirkjunni” sagði sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási m.a. í erindi sem hann flutti á fræðslukvöldi
prófastsdæmisins í Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. mars sl.
Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
18.04.2012
Nýverið flutti Sunna Dóra Möller erindi á
fræðslukvöldi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Í máli sínu lagði hún áherslu á mikilvægi barna og
unglingastarfs og sagði m.a.: ,,Þegar við gefum unga fólkinu hlutverk þá heldur kirkjan áfram að vaxa og dafna."
Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
17.04.2012
Í pistli á trú.is skrifar sr. Arna Ýrr m.a.:
Við höfum líka upplifað gleðidaga. Gleðidaga eins og Mugison lýsir, með okkar nánustu, þar sem
við upplifum að við tilheyrum, að við erum elskuð, að við erum dýrmæt. En okkur býðst líka að eiga annars konar gleðidaga.
Gleðidaga sem við þurfum ekki að stinga af til að njóta.
Lesa pistil á trú.is.
16.04.2012
Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar sem haldin var 13. – 14. apríl í Keflavíkurkirkju skoraði á Ögmund Jónasson,
innanríkisráðherra, að beita sér fyrir leiðréttingu sóknargjalda.
Ályktunin er birt á kirkjan.is.
15.04.2012
Glerárkirkja á í nánu samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri og viljum við benda á sumarbúðir þeirra við Hólavatn í
botni Eyjafjarðar. Nýverið birtist á N4 viðtal við Jóhann H. Þorsteinsson um starfið á Hólavatni:
15.04.2012
Í páskaprédikun sinni sem sr. Arna Ýrr birtir á trú.is segir hún m.a.:
Í Jesú sjálfum mætast himinn og jörð - Guð og maður. Og upprisan, þetta
ótrúlega kraftaverk, þessi atburður sem er okkur svo óskiljanlegur, hún er einmitt forsenda þess að við skynjum undrin allt í kringum okkur.
Því að einmitt vegna upprisunnar eru himinn og jörð sífellt að mætast.
Lesa prédikun á trú.is.
14.04.2012
Vel yfir 100 börn fermast í Glerárkirkju í vor í sjö fermingarathöfnum. Allar fermingarathafnir hefjast kl. 13:30. Fermt er á eftirfarandi
dögum:
Laugardagur 14. apríl / Sunnudagur
15. apríl
Laugardagur 21. apríl / Sunnudagur 22. apríl
Laugardagur 28. apríl / Sunnudagur 29. apríl
Laugardagur 26. maí
Prestar kirkjunnar, þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna í öllum fermingarmessum. Kór Glerárkirkju
syngur undir stjórn Valmars Väljaots.