05.03.2012
Í prédikun sinni í Akureyrarkirkju, í paramessu, sunnudagskvöldið 4. mars sagði sr. Hildur Eir Bolladóttir m.a.:
Það er svo mikilvægt að skapa gæði úr því sem er mögulegt, við getum ekki lifað lífi annars
fólks, og ef við streitumst við að gera það, þá er næsta víst að við höndlum aldrei hamingjuna.
Lesa prédikun á trú.is.
03.03.2012
Þessa dagana standa yfir kynningarfundir vegna kjörs biskups Íslands 2012. Upplýsingar þ.a.l. má nálgast
á vef Þjóðkirkjunnar.
02.03.2012
Til upprifjunar og eflingar á safnaðarstarfinu hafa nú verið settir tenglar á vef Glerárkirkju á helstu stefnumál Þjóðkirkjunnar.
Sjá nánar hér.
04.03.2012
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin, djákni, þjóna. Barna- og æskulýðskórarnir leiða
söng undir stjórn Marínu Óskar auk þess sem nemendur úr Tónræktinni koma fram.
Barnastarf verður í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.
Um kvöldið verður messa kl. 20. Sr. Arna Ýrr þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars. Allir velkomnir.
01.03.2012
Við í Glerárkirkju erum íbúum innan sóknarmarka Lögmannshlíðarsóknar afskaplega þakklát því að yfir 90%
þeirra velja að vera í Þjóðkirkjunni. Hlutfall Þjóðkirkjufólks í sókninni hefur aðeins breyst lítillega hin
síðustu ár. Árið 2009 voru enn 91,63% íbúa (16 ára og eldri) í Þjóðkirkjunni, þann 1. desember 2011 voru það
enn 90,36%.
Skoða mynd nánar.
28.02.2012
Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, var með erindi um þverstæður lífsins á samræðukvöldi í
Glerárkirkju miðvikudaginn 22. febrúar. Í framhaldinu ræddi hún við Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur. Voru liflegar umræður
í framhaldinu af þeirra samtali. Í erindi sínu fjallaði sr. Guðrún um Centering Prayer í tengslum við trúarlegan þroska. Hér
má hlusta á erindið. Næsta miðvikudag mun Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, fjalla um Hógværð og
handleiðslu og ræða við Valgerði Valgarðsdóttur, djákna, um efnið. - Sjá einnig hér.
02.03.2012
Föstudaginn 2.mars verða samkomur í tilefni Alþjóðlegs bænadags kvenna í samkomusal KFUM og KFUK í
Sunnuhlíð á Akureyri og á sama tíma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl. 20:00.
27.02.2012
Ég gleðst yfir jöfnu kynjahlutfalli á æskulýðsmóti. Ég gleðst yfir prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum,
starfsfólki í mötuneyti ... En fyrst og fremst gleðst ég yfir Drottni mínum sem segir: ,,Náð mín nægir þér".
Lesa pistil djákna á trú.is.
27.02.2012
Pétur Halldórsson ræðir við Pétur Björgvin Þorsteinsson, formann Akureyrarakademíunnar, Evrópufræðing og djákna í
Glerárkirkju. Pétur Björgvin segir frá evrópskum sjálfboðaliðum sem hafa starfað við Glerárkirkju undanfarið, námi
sínu í Evrópufræðum, starfi djáknans, starfi Akureyrarakademíunnar og fleiru.
Hlusta á upptöku á RÚV.
27.02.2012
Fyrir þau ykkar sem ekki komust á kynningarfundi fyrir foreldra fermingarbarna koma hér eftirfarandi upplýsingar:
Börnin þurfa að skila verkefnabók, sem samanstendur af svörum við spurningum aftast í köflunum í ,,Líf með Jesú" Þessa
verkefnabók tökum við í síðasta kennslutímanum í lok mars. Þau þurfa einnig að mæta í lágmark 7 messur, ef
þau hafa farið í messu í einhverri annarri kirkju en Glerárkirkju í vetur, t.d. um jólin, þá er það hið besta mál og
við reiknum það inn í messufjöldann.
Æfingar fyrir ferminguna verða sem hér segir: