21.03.2012
Miðvikudagskvöldið 21. mars kl. 20:00 flytur sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefnist: ,,Gleði
í mótlæti.” Að erindi loknu ræðir hann efni kvöldsins við dr. Bjarna Guðleifsson, náttúrufræðing. Dagskráin er
hluti af umræðukvöldaröð prófastsdæmisins og Glerárkirkju. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, tekið er á móti frjálsum
framlögum í kaffisjóð.
17.03.2012
Í desember næstkomandi fögnum við 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Af því tilefni leitum við nú eftir myndum sem tengjast
starfi kirkjunnar og Lögmannshlíðarsóknar frá stofnun hennar. Átt þú myndir sem við megum birta hér á heimasíðunni og
víðar? Endilega hafðu samband við Pétur djákna í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is
18.03.2012
Sunnudagskvöldið 18. mars kl. 20:00 er guðsþjónusta í Glerárkirkju þar sem Krossbandið sér um tónlistina. Sr. Gunnlaugur Garðarsson
þjónar.
15.03.2012
Í dag, fimmtudaginn 15. mars, er samvera eldri borgara í safnaðarsal Glerárkirkju. Efni samverunnar er myndasýning frá Equador og Galapagoseyjum. Gestur
samverunnar er Ásta Garðarsdóttir, en myndirnar tók hún á ferðalagi sínu um þessar slóðir fyrir nokkru síðan. Samveran
hefst kl. 15:00, rúta fer frá Lindasíðu kl. 14:45.
24.03.2012
Glerárkirkja hefur frá upphafi verið mjög sýnileg í samstarfsverkefnum prófastsdæmisins undir hatti ÆSKEY - Æskulýðssambands
kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Ársskýrsla sem lögð verður fyrir héraðsfund er nú aðgengileg
á vef prófastsdæmisins.
20.04.2012
Leiðtogum í barna- og unglingastarfi Glerárkirkju sem og þátttakendum sem hafa verið mjög duglegir að mæta á viðburði
æskulýðsfélagsins Glerbrots býðst að taka þátt í söngmóti sem verður haldið í Vatnaskógi helgina 20. til
22. apríl næstkomandi. Mótsstjóri er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson (Siggi Grétar).
18.03.2012
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sunnudagaskólinn er á sínum stað, sameiginlegt upphaf
í messu. Allir velkomnir.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir.
12.03.2012
Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn fagna hálfrar aldar afmæli árið 2014. Undirbúningur að afmælinu er hafinn og greina sr. Bolli Pétur
Bollason og sr. Gylfi Jónsson frá því í grein á trúmálavefnum. Þar hvetja þeir vini Vestmannsvatns til að skrá
minningarbrot úr sumarbúðum á vefsíðu sem þeir hafa opnað á facebook. (Myndin hér til hliðar er frá fundi
sjálfboðaliða Glerárkirkju nýverið á Vestmannsvatni.)
Lesa grein á trú.is - Skoða
Facebook-síðu (þarfnast innskráningar).
14.03.2012
Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20:00 heldur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefnist: ,,Æðruleysi í
friðar og sáttarstarfi." Að erindi loknu ræðir hún efni kvöldsins við sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprest í Akureyrarkirkju.
Dagskráin er hluti af umræðukvöldaröð prófastsdæmisins og Glerárkirkju. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, tekið er á
móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.
11.03.2012
Átta einstaklingar bjóða sig fram í embætti biskups Íslands. Undanfarið hafa biskupsefnin komið fram á kynningarfundum víða um land.
Síðasti fundurinn var haldinn í safnaðarsal Glerárkirkju, laugardaginn 10. mars 2012. Hér fyrir neðan má horfa á upptöku af lokaorðum
þeirra sem þau fluttu í lok fundarins. Dregið var um í hvaða röð þau mæltu sín lokaorð: Agnes M. Sigurðardóttir,
Kristján Valur Ingólfsson, Þórhallur Heimisson, Sigríður Guðmarsdóttir, Þórir Jökull Þorsteinsson, Sigurður Árni
Þórðarson, Gunnar Sigurjónsson og Örn Bárður Jónsson.