Fréttir

Að ná áttum og sáttum

- Styrkingarnámskeið fyrir þau sem eru fráskilin eða standa í skilnaði. Kynningarfundur verður haldinn í Safnaðarheimili Glerárkirkju, þriðjudaginn 10. janúar 2012 kl. 20. Allir velkomnir.

Messa kl. 11:00 - Sunnudagaskóli á sama tíma

Í dag, sunnudaginn 8. janúar er messa í Glerárkirkju kl. 11:00. Sunnudagaskóli á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.

Samkirkjuleg bænavika

Sigur Krists umbreytir okkur er yfirskrift samkirkjulegrar bænaviku sem hefst miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi og lýkur með helgihaldi í Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 25. janúar þar sem sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir helgihaldið og Gospelkór Akureyrar sér um tónlistina. Hér á vefnum er auglýsing bænavikunnar aðgengileg sem pdf-skjal. Fræðast má nánar um bænavikuna á vef prófastsdæmisins. Upplýsingar á vef Alkirkjuráðsins á ensku.

Tvö námskeið, hefjast 10. og 11. janúar

Fimmtudaginn 5. janúar sl. birtist viðtal við sr. Örnu Ýrr og Pétur Björgvin djákna á N4 um tvö námskeið sem eru framundan í Glerárkirkju.

Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 12. janúar

Foreldramorgnar eru í safnaðarsal Glerárkirkju alla fimmtudaga milli tíu og tólf. Fyrsti foreldramorguninn á nýju ári verður fimmtudaginn 12. janúar 2012. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, en Sigurrós Anna Gísladóttir sér um morgunverðarhlaðborðið. Sjáumst!

Kvenfélagið Baldursbrá

Kvenfélagið Baldursbrá stendur fyrir lifandi og fjölbreyttu starfi. Flest fimmtudagskvöld frá sjö til níu stendur félagið fyrir handavinnukvöldum. Gengið er inn að norðanverðu og allar konur velkomnar. Á eftirtöldum fimmtudagskvöldum eru svo félagsfundir og hefst þá dagskráin klukkan 19:30: 19. jan. / 16. feb. (aðalfundur) / 15. mars / 12. apríl / 24. maí (vorfundur). Sjá einnig hér.

Hádegissamverur á miðvikudögum í Glerárkirkju

Hádegissamverur á miðvikudögum eru fastur liður í helgihaldinu í Glerárkirkju. Hvern miðvikudag klukkan tólf hittast 20 til 30 manns í kirkjunni til bænagjörðar og altarisgöngu. Stundin hefst á því að sunginn er sálmur og hlustað er á guðsspjall síðasta sunnudags. Að því loknu er farið með syndajátningu og gengið til altaris áður en komið er að fyrirbænastund þar sem bænarefni sem komið hefur verið til prestanna eru lögð í Drottins hendur. Þegar lokasálmur hefur verið sunginn er svo gengið til hádegisverðar í safnaðarsal. Allir sem vilja taka þátt í þessu helgihaldi og fyrirbænastund eru hjartanlega velkomnir. Best er að koma fyrirbænaefnum til prestanna með því að líta við á skrifstofunni eða hringja í síma 464 8800 en einnig má senda fyrirbænaefni tímanlega í tölvupósti á glerarkirkja@glerarkirkja.is

Sunnudagaskólinn hefst 8. janúar

Fermingarfræðslan hefst 17. janúar

Fermingarfræðslan á vorönn hefst þriðjudaginn 17. janúar samkvæmt stundaskrá: Hópur A á þriðjudögum kl. 13:30 Hópur B á þriðjudögum kl. 14:30 Hópur C á þriðjudögum kl. 15:30 Hópur D á miðvikudögum kl. 13:30 Hópur E á miðvikudögum kl. 15:00 Hópur F á fimmtudögum kl. 16:45 Sjá nánar hér.

Æfingar barnakórs og æskulýðskórs hefjast fljótlega

Þessa dagana er Marína Ósk Þórólfsdóttir sem mun stjórna bæði Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju á vorönn, að leggja lokahönd á undirbúning kórastarfsins. Æfingatímar verða auglýstir hér á vefnum og í Dagskránni miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi, en æfingar hefjast um miðjan janúar. Nánari upplýsingar gefur Marína Ósk í síma 847 7910.