04.12.2012
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður farið í ljósagöngu frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 6. desember kl. 16:30. Með göngunni viljum við sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan endar á Ráðhústorgi þar sem Svanfríður Larsen, Zontakona les ljóð. Boðið verður upp á heitt kakó frá Bautanum. Laugardaginn 8. desember er svo mannréttindadagur í versluninni Flóru frá 13:00 til 15:00. Þar gefst kostur á að hlýða á upplestur Jokku Aflskonu og að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty.
03.12.2012
Sunnudaginn 9. desember næstkomandi, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju fagnað. Kirkjan var vígð á sama degi kirkjurársins á sínum tíma, sem þá bar upp á 6. desember, sem er Nikulásarmessa. Upplýsingar um hátíðardagskrá helgarinnar má fá með því að smella á mynd hér efst til hægri á síðunni þar sem stendur "Glerárkirkja 20 ára".
03.12.2012
Söknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar óskar öllum sóknarbörnum til hamingju með 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju og biður að Guð gefi öllum gleðirík jól og farsæld á komandi ári. Um leið hvetur sóknarnefndin fólk til að kynna sér alla þá starfsemi sem fram fer í kirkjunni og þá sérstaklega dagskrá í tilefni vígsluafmælisins dagana 7. til 9. desember 2012.
03.12.2012
Á fyrsta sunnudegi í aðventu sótti fjöldi fólks aðventukvöld í Glerárkirkju. Þar sungu þrír kórar kirkjunnar, fermingarbörn sáu um ljósaathöfn, prestar kirkjunnar tóku til máls og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir flutti hugvekju kvöldsins. Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér á vef kirkjunnar.
02.12.2012
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í desembermánuði í Glerárkirkju en þó með smá tilbreytingu. Í dag, sunnudaginn 2. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu hefst barnastarfið með sameiginlegu upphafi í messu safnaðarins áður en börn og foreldrar sem kjósa ganga yfir í safnaðarsalinn í sunnudagaskólann. Næstu sunnudaga er hins vegar annað uppi á teningnum.
01.12.2012
Stundum er auðvelt að verða öðrum að liði. Ef þú átt góða bók á ensku sem þú tímir að gefa og pening fyrir póstburðargjaldi getur þú orðið að liði. Andrei býr í Baia Mare í Rúmeníu. Samtökin sem hann er sjálfboðaliði hjá heita "Association for Development through Education, Information and Support, skammstafað D.E.I.S. (heimasíða: www.deis.ro). Þessi samtök eru að koma upp bókasafni í þorpinu með bókum á ensku og á Andrei frumkvæðið því honum þykir miður hve takmarkaður aðgangur þeirra sem í þorpinu búa er að góðu lesefni.
30.11.2012
Nú í haust hefur Glerárkirkja í samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi staðið fyrir fræðslukvöldum undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú?" og var þar sérstaklega byggt á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes sem út kom í íslenskri þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar hjá Skálholtsútgáfunni 2010. Áttundi og jafnframt síðasti fyrirlestur haustsins bar yfirskriftina "Kristin trú í hnattvæddum heimi" Málshefjandi var Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og er erindi hans birt hér.
30.11.2012
Hér er lítið myndband sem minnir okkur á það sem skiptir máli!
30.11.2012
Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember 2012, er aðventukvöld í Glerárkirkju kl. 20:00. Þar koma fram Kór Glerárkirkju, Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju ásamt stjórnendum sínum. Ræðumaður kvöldsins er dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Fermingarbörn sjá um ljósaathöfn. Umsjón með kvöldinu hafa prestar kirkjunnar, þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.
30.11.2012
Á þessari aðventu gefst kirkjugestum í Glerárkirkju kostur á að virða fyrir sér gistihúseigandann, fjárhirðana á Betlehemsvöllum, vitringa, engilinn og að sjálfsögðu Maríu, Jósef og Jesúbarnið. Brúðurnar í Glerárkirkju eru allar eftir Regínu B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðing. Þetta er í fjórða sinn sem biblíubrúðunum er stillt upp í Glerárkirkju, en sá háttur er hafður á að þeim er stillt upp annað hvert ár.