Fréttir

Mikilvægt að boðskapurinn skili sér

,,Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að guðsþjónusta safnaðarins á sunnudegi er kjarni alls félagsstarfs í kirkjunni” sagði sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási m.a. í erindi sem hann flutti á fræðslukvöldi prófastsdæmisins í Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. mars sl. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Æskulýðsstarfið vísar veginn

Nýverið flutti Sunna Dóra Möller erindi á fræðslukvöldi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Í máli sínu lagði hún áherslu á mikilvægi barna og unglingastarfs og sagði m.a.: ,,Þegar við gefum unga fólkinu hlutverk þá heldur kirkjan áfram að vaxa og dafna." Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

Stingum af ...

Í pistli á trú.is skrifar sr. Arna Ýrr m.a.: Við höfum líka upplifað gleðidaga. Gleðidaga eins og Mugison lýsir, með okkar nánustu, þar sem við upplifum að við tilheyrum, að við erum elskuð, að við erum dýrmæt. En okkur býðst líka að eiga annars konar gleðidaga. Gleðidaga sem við þurfum ekki að stinga af til að njóta. Lesa pistil á trú.is.

Leikmannastefna ályktar um sóknargjöld

Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar sem haldin var 13. – 14. apríl í Keflavíkurkirkju skoraði á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, að beita sér fyrir leiðréttingu sóknargjalda. Ályktunin er birt á kirkjan.is.

Hólavatn - sumarbúðir

Glerárkirkja á í nánu samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri og viljum við benda á sumarbúðir þeirra við Hólavatn í botni Eyjafjarðar. Nýverið birtist á N4 viðtal við Jóhann H. Þorsteinsson um starfið á Hólavatni:

Himinn og jörð, heimur og hel

Í páskaprédikun sinni sem sr. Arna Ýrr birtir á trú.is segir hún m.a.: Í Jesú sjálfum mætast himinn og jörð - Guð og maður. Og upprisan, þetta ótrúlega kraftaverk, þessi atburður sem er okkur svo óskiljanlegur, hún er einmitt forsenda þess að við skynjum undrin allt í kringum okkur. Því að einmitt vegna upprisunnar eru himinn og jörð sífellt að mætast. Lesa prédikun á trú.is.

Fermingar í Glerárkirkju vorið 2012

Vel yfir 100 börn fermast í Glerárkirkju í vor í sjö fermingarathöfnum. Allar fermingarathafnir hefjast kl. 13:30. Fermt er á eftirfarandi dögum: Laugardagur 14. apríl / Sunnudagur 15. apríl Laugardagur 21. apríl / Sunnudagur 22. apríl Laugardagur 28. apríl / Sunnudagur 29. apríl Laugardagur 26. maí Prestar kirkjunnar, þau sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjóna í öllum fermingarmessum. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Skírdagur - kvöldmessa kl. 20:00

Helgihald í dymbilviku og um páska hefst í Glerárkirkju með kvöldmessu á Skírdagskvöld kl. 20:00. Á vef Glerárkirkju má nú finna upplýsingar um helgihaldið næstu daga. Þátttaka í helgihaldi páska markar hápunkt í messusókn fermingarbarna og foreldra þeirra á vorönn 2012 í aðdraganda ferminga. Það er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sem leiðir kvöldmessuna á Skírdagskvöld. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Allt helgihald í dymbilviku og um páska í Glerárkirkju er öllum opið.

Píslarsagan lesin í messu á Föstudaginn langa

Píslarsaga Krists verður lesin í messu á Föstudaginn langa í Glerárkirkju. Messan hefst kl. 11:00. Þar minnumst við krossdauða Jesú Krists, sem lét lífið fyrir okkur, syndugar manneskjurnar. Það er sr. Gunnlaugur Garðarsson sem þjónar í þessari messu. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Íhuganir undir krossinum

,,Grundvöllur gildanna og gáta lífsins" er yfirskrift erindis sem Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og deildarformaður lagadeildar flytur á fræðslu- og íhugunarstund í Glerárkirkju á Föstudaginn langa kl. 14:00.  Í upphafi stundarinnar er stutt helgistund. Boðið er upp á kaffiveitingar í safnaðarsal að erindi loknu og fólk hvatt til að taka þátt í umræðum. Umsjón með stundinni hefur sr. Gunnlaugur Garðarsson.