07.06.2012
Kvennakórinn EMBLA heldur tónleika í Glerárkirkju sunnudaginn 10. júní kl. 16:00. Flutt verða verk fyrir kvennaraddir frá árunum 1120 til 2000. Stjórnandi er Roar Kvam. Aðgangseyrir er 2.500 kr.
06.06.2012
Börn og unglinga þyrstir í uppbyggjandi viðmót og umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. Um leið og þau gera miklar kröfur til okkar sem störfum í æskulýðsstarfi er vandfundinn jafn þakklátur og skemmtilegur hópur. Þau biðja um einlægni hjartans og frábiðja sér hverskyns sýndarmennsku.
03.06.2012
Á vef N4 má nú horfa á viðtal við sr. Örnu Ýrr um foreldramorgnana í Glerárkirkju sem sent var út á N4 í síðustu viku. Boðið er upp á foreldramorgna í Glerárkirkju í allt sumar á fimmtudagsmorgnum kl. 10:00.
03.06.2012
Hjá Lútherska heimssambandinu er komin út áhugaverð bók sem er afrakstur þvertrúarlegs samtals milli Lútherana og Búddhista. Í bókinni er fjöldi greina eftir fræðimenn og trúarleiðtoga. Meginstef bókarinnar er að kreppan sé tilkomin af rótbundinni græðgi.
02.06.2012
Þeir eru ekki margir sem hafa á jöfnu valdi að spila undravel á bæði orgel, píanó, harmonikku og fiðlu. Hvað þá að hafa blásið í básúnu sér til bjargar í hernum. - Þannig hefst opnuviðtal við Valmar Väljaots, organista í Glerárkirkju, í nýjasta tölublaði Akureyri-vikublaðs.
31.05.2012
Talningu í vígslubiskupskjöri er lokið. Atkvæði féllu þannig að sr. Gunnlaugur fékk 27 atkvæði, sr. Kristján 57 og sr. Solveig Lára 76. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta verður valið milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu.
31.05.2012
Í dag verða talin atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum. Þrjú hafa gefið kost á sér til embættisins, þau sr. Gunnlaugur Garðarson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
30.05.2012
Í sumar ætlum við að gera tilraun til að bjóða upp á foreldramorgna á hefðbundnum tíma, kl. 10 á fimmtudagsmorgnum.
30.05.2012
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju hefur ýtt úr vör nýju verkefni á vefnum. Sjálf talar hún um að þetta sé gróskuverkefni um hugvekjur um umhverfi og trú. Fyrstu hugvekjurnar má sjá á gróskuvefnum.
29.05.2012
Sr. Toshiki Toma starfar á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur innflytjenda. Hann hefur verið ötull málsvari virkrar aðlögunar þeirra sem hingað flytja um leið og hann hefur bent á þá þætti sem betur megi fara hjá þeim sem fæddir eru hér á Fróni svo að aðlögunin sé gagnkvæm. Í dag ritar hann pistil á trú.is þar sem hann ræðir um innflytjendur og íslenska tungu.