28.05.2012
Tveir blandaðir kórar frá Tékklandi, stúlknakór og blandaður kór frá Eistlandi, tveir karlakórar frá Finnlandi, drengjakór frá Frakklandi, barna- og unglingakór frá Þýskalandi, blandaðir kórar frá Ungverjalandi, Indónesíu, Kasakstan og Rússlandi, barnakór frá Suður-Kóreu og menntaskólakór frá Singapore eiga ásamt Kór Glerárkirkju og fjölda annarra kóra það sameiginlegt að taka þátt í Franz-Schubert-Kórakeppninni sem fram fer í Vín í Austurríki dagana 13. til 17. júní næstkomandi.
27.05.2012
Þjóðmálanefnd kirkjunnar hefur það hlutverk að efla og hafa frumkvæði að opinberri umræðu um samfélagsmál út frá kristnum grunngildum og styrkja faglegan grunn fyrir þá umræðu. Liður í þeirri viðleitni nefndarinnar er nýr bæklingur um velferð barna.
26.05.2012
Kór Glerárkirkju heldur vortónleika sína í Glerárkirkju á hvítasunnudag, 27. Maí kl. 20:00. Flutt verður tónlist sem kórinn flytur í kórakeppni í Vínarborg í júní n.k. verð kr. 1.500. Ath: ekki er tekið við greiðslukortum.
23.05.2012
Framtíðarhópur kirkjuþings býður til málþings um framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni. Fjórir frummælendur munu ræða um hlutverk, verkefni og aðstæður kirkjunnar. Málþingið verður haldið laugardaginn 2. júní í safnaðarsal Glerárkirkju frá 12:00 til 15:00.
23.05.2012
Aðalfundur Kórs Glerárkirkju
22.05.2012
Um hvítasunnuna verður helgihald í Glerárkirkju sem hér segir:
25.05.2012
Æfing vegna fermingar laugardaginn 26. maí verður föstudaginn 25. maí kl. 16. Mikilvægt er að öll fermingarbörn mæti. Æfingin tekur ca. klukkustund.
20.05.2012
Sálmanúmer sunnudagsin 20 maí
20.05.2012
Á sunnudagskvöldið verður guðsþjónusta kl. 20. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Krossbandið leiðir söng.
Mótorhjólafólk tekur þátt í stundinni með ritningarlestrum og tónlistarflutningi. Mótorhjólafólk hvatt til að koma til
kirkju á hjólum sínum. Allir velkomnir.
20.05.2012
Næsta sunnudag verður messa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14. Sr Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn
Valmars Väljaots. Allir velkomnir.