08.07.2012
Í kvöld, sunnudagskvöldið 8. júlí er kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20:00. Kór Glerárkirkju syngur, Valmar Väljaots leikur á orgelið og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir hjartanlega velkomnir.
05.07.2012
„Framtíðin sem við viljum“ er 53 blaðsíðna skýrsla sem samþykkt var á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem kallaðist Ríó+20 en ráðstefnunni lauk á dögunum. Í framtíðarskýrslunni er fjallað um grænt hagkerfi og sjálfbærnimarkmið sett sem eiga að koma í stað hinna svokölluðu þúsaldarmarkmiða frá og með árinu 2015. Lúterska heimssambandið hefur þegar sent frá sér harðorð viðbrögð við skýrslunni.
04.07.2012
Einstaka sóknir eru okkur hinum til fyrirmyndar í því hvernig þær nota fjölmiðla í sinni fyllstu breidd. Á þessum vettvangi eru mikil tækifæri fyrir kirkju í sókn. Með nýjan biskup við stýrið hljótum við að horfa til þess að segja frá öllu því góða starfi sem fram fer í kirkjunni.
02.07.2012
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hóf formlega störf í morgun á Biskupsstofu. Dagurinn hófst á helgistund með starfsfólki og morgunkaffi áður en gengið var til starfa.
01.07.2012
Orð kvöldsins er á sínum stað í sumar á Rás 1, öll kvöld (utan laugardagskvöld) kl. 22:10. Flytjandi í júlímánuði er Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju.
29.06.2012
Hr. Karl Sigurbjörnsson hélt sína síðustu prédikun sem biskup Íslands á lokadegi prestastefnu síðastliðinn miðvikudag. Hjartnæm orð hans snertu marga viðstadda. Hann sagði meðal annars: "Allt frá árdögum hins kristna samfélags hefur spurningin leitað á: Fyrst heilögum anda var úthellt yfir kirkjuna hvers vegna bregðast þá þau sem leitast við að fylgja Kristi og reiða sig á leiðsögn anda hans, bregðast og gera mistök? "
28.06.2012
Prestastefnu var slitið með messu í Dómkirkjunni í gær. Karl biskup predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Agnesi biskupi. Í lok athafnarinnar afhenti fráfarandi biskup nýjum biskup lykla af Dómkirkjunni og Biskupsstofu sem og hirðisstaf.
27.06.2012
Messað verður í Glerárkirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju sjá um tónlistina. Heitt á könnunni að messu lokinni. Allir velkomnir.
27.06.2012
Á Kirkjuþingi haustið 2011 var samþykkt þingsályktun (21/2011) um stofnun æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir umræðu um barna- og unglingastarf kirkjunnar um land allt, stöðu þess og þróun.
25.06.2012
Páll postuli minnir okkur á að hugtakið náð felur í sér meira en aðgerðarlaust viðhorf eða afstöðu. Miklu fremur er náð kærleikur í verki. Við sem eru kristinnar trúar fáum að taka höndum saman til að byggja upp mannvænna, lífvænna samfélag. Sem ráðsmenn sköpunarinnar er okkur einnig falið að gæta sköpunarverksins.