Fréttir

Deutschsprachiger Gottesdienst

Am Sonntag, 12. August 2012 findet um 09:00 Uhr ein Gottesdienst in Deutscher Sprache in Glerárkirkja, Akureyri, statt. Pfarrer Alfred Essig aus Brackenheim, Deutschland, leitet den Gottesdienst. Im Anschluß findet ein Vortrag im Gemeindesaal statt. Diakon Petur Thorsteinsson erzählt von der Gemeindearbeit und gibt Einblicke in die heutige Situation der Kirche in Island und die gesellschaftliche Diskussion.

Þankar um trúfrelsi í tilefni af umræðu um umskurð drengja

Þann 27. júní 2012 féll dómur í Köln í Þýskalandi sem hefur vakið mikla athygli og er hann nú ræddur víða um heim. Í þessu máli fékk læknir á sig dóm fyrir að umskera ungan dreng að beiðni foreldranna. Ástæðan var ekki heilsufarsleg heldur trúarleg. Í nýjasta hefti rafræna tímaritsins "With Heart and Mind" sem kemur út hjá Lúterska heimssambandinu fer sr. Theresa Haenle ítarlega ofan í málavöxtu og hvetur fólk til að kynna sér málið.

Jarðtenging og mannamót

Þú varst kannski að velta himninum dreyminn fyrir þér um leið og þú tyggðir strá eða hlýddir á randaflugusuðið, má vera að þú hafir verið að hugsa um gönguna yfir hálsinn eða Húnasiglingu nema það hafi verið heillandi kaffi, sem er framundan, útbúið af hressilegum liðsmönnum ferðafélagsins Fjörðungs, og þá vaknar þú allt í einu upp við raust klerksins, sem mælir fram orð Krists, „Varist falsspámenn.“ (Úr prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar)

Félagslegar reglur og netið

Við í Glerárkirkju bendum á pistil dagsins í Akureyri - vikublaði þar sem Arndís Bergsdóttir vitnar meðal annars í dr. Daniel Golemann sem bendir á að ,,Margir álíti sem svo að í netheimum sé búið að aflétta þeim félagslegu reglum sem við öll förum eftir í okkar daglega lífi (til dæmis að bora ekki í nefið á almannafæri eða ganga ekki að annarri manneskju og berja hana). Og í hömluleysinu finnst mörgum þeir tilheyra hópi." Pistillinn er vel til þess fallinn að hvetja okkur öll til að hugsa um eigin netnotkun.

Biskup sæmdur stórkrossi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í dag frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskup stórkrossi við athöfn á Bessastöðum. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir honum. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu, fjórða stig er stórkross, en æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Stórkross fálkaorðunnar er sjaldan veittur.

Þjóðkirkja við tímamót

Í nýjasta hefti Kirkjuritsins (78. árg. 1. h. 2012, bls. 10–16) birti Geir Waage grein er hann nefnir „Um Þjóðkirkjuna við tímamót“. Þeirri grein svarar dr. Hjalti Hugason með pistli á trú.is sem hann nefnir: "Þjóðkirkja við tímamót". Þar segir Hjalti meðal annars: "Raunar vekur grein Geirs upp spurninguna hvort lúthersk kirkja sé fremur kirkja presta eða safnaða. Hann vill sýnilega standa vörð um það sem kallað hefur verið „prestakirkja“."

60 ungmenni í mannréttindafræðslu

Þessa dagana stendur Akureyrarkirkja fyrir ungmennaskiptaverkefni með stuðningi frá Evrópu Unga Fólksins, styrktaráætlun Evrópusambandsins. Sunnudagsmorguninn 22. júlí kom þessi 60 ungmenna hópur í Glerárkirkju til að taka þátt í mannréttindafræðsluverkefni byggðu á verkefni úr Kompás - Handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki.

Gönguguðsþjónusta kl. 20:00

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir létta gönguguðsþjónustu sunnudagskvöldið 22. júlí næstkomandi. Lagt er af stað frá Glerárkirkju kl. 20:00 og endar gangan þar líka. Létta ganga við allra hæfi. Allir velkomnir.

Sumarstarf fyrir unglinga

Glerárkirkja stendur fyrir fjölbreyttu sumarstarfi fyrir unglinga. Þeim sem fædd eru 1999 er boðið í ferðir á Hólavatn í ágúst, en eldri unglingum (1998 og eldri) er boðið að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem hefst mánudaginn 23. júlí. Dagskráin er í umsjón Péturs Björgvins djákna og gefur hann nánari upplýsingar í síma 864 8451. Skráning fer fram á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is

Um Þorláksmessu að sumri

Þorláksmessa að sumri er 20. júlí í minningu þess að þann dag árið 1198 voru bein heilags Þorláks Skálholtsbiskups grafin upp og lögð í skrín. Dánardægur hans er eins og kunnugt er 23. desember og þá er Þorláksmessa að vetri og margir halda upp á hana með skötuveislu. Á sumarmessunni er aftur á móti sungið úr Saltaranum bæði úti og inni. Saltari þýðir sungin lofgjörð og er þetta heiti notað yfir Davíðssálmana sem er að finna sem sérstaka bók í Gamla testamentinu.