Fréttir

Fermingarfræðslan er að hefjast!

Fermingarfræðslan hefst í næstu viku með kynningarfundi fyrir fermingarbörn. Krakkar í Glerárskóla eiga að mæta mánudaginn 10. september kl. 17, krakkar í Giljaskóla þriðjudaginn 11. september kl. 17 og krakkar í Síðuskóla miðvikudaginn 12 september kl. 17. Mikilvægt er að skila skráningarblöðunum sem fylgdu með heimsendu bréfi á þessa kynningarfundi. Ef einhver getur ekki mætt með sínum skóla, þá er velkomið að mæta á annan hvorn hinna tveggja kynningarfundanna. Fermingarfræðslan hefst síðan skv. stundaskrá vikuna 16. - 22. sept. nk.

Sunnudagaskólinn hefst 9. september

Næstkomandi sunnudag, 9. september hefst sunnudagaskólinn í Glerárkirkju. Sameiginlegt upphaf er í messu safnaðarins en fljótlega eftir að messan er hafin fara börnin og þeir foreldrar sem það kjósa inn í safnaðarsalinn þar sem sunnudagaskólinn er staðsettur. Þar er sungið, sagðar sögur, farið í leiki eða föndrað. Allir hjartanlega velkomnir.

Ungt fólk, trú og lýðræði

Glerárkirkja, KFUM og KFUK og ÆSKR standa fyrir námskeiðinu "Ungt fólk, trú og lýðræði" sem fram fer í Glerárkirkju og á Hólavatni dagana 14. til 16. september næstkomandi. Námskeiðið er hugsað fyrir 18 til 25 ára ungt fólk. Unnið verður með verkefni úr Kompás - Handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki, en einnig verða textar Biblíunnar um ungt fólk og áhrif þess skoðaðir. Þátttökugjaldið er aðeins 3.000 krónur. Skráning er hafin á skraning.kfum.is.

Ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í stjórnarskrá

Aukakirkjuþing kom saman í dag. Til þess var boðað til að ræða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar að því er varðar ákvæði hennar um þjóðkirkjuna. Kirkjuþingið hvetur kjósendur til að segja já við þjóðkirkjuákvæðinu.

Krefst tafarlausrar leiðréttingar

Aukakirkjuþing samþykkti ályktun um skerðingu sóknargjalda í dag. Ályktunin er svohljóðandi: ,,Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, lýsir yfir þungum áhyggjum af alvarlegri fjárhagsstöðu sókna landsins. Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25% umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins. Kirkjuþing krefst tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda."

Fjölmenni á fyrirlestri Péturs Péturssonar

Rúmlega 50 manns sóttu fyrirlestur dr. Péturs Péturssonar sem haldinn var í safnaðarsal Glerárkirkju í gærkvöldi. Yfirskrift fyrirlestursins var ,,Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands" en þar fjallaði Pétur um sigurhæðir kristni á Akureyri í víðum skilningi þess orðs og minnti á að rætur kristni í Eyjafirði liggja allt aftur til landsnáms. Þá hvatti hann yfirvöld og aðra áhugasama á Akureyri til þess að skoða betur rætur kristni í Eyjafirði, meðal annars með því að leggja vinnu og fjármagn í leit að grafreit þar sem Þórunn Hyrna liggur grafin. Að mati Péturs er næsta víst að Þórunn hafi líkt og systir hennar Auður djúpuðga ekki viljað hvíla í óvígðri mold.

Nýtt hús vígt á Hólavatni

KFUM og KFUK hefur staðið í sumarbúðarekstri við Hólavatn í Eyjafirði frá árinu 1965. Húsakostur hefur nú breyst mikið með tilkomu 200 fermetra nýbyggingar sem tekin var í notkun nú í sumar og vígt 19. ágúst. Þar eru fimm herbergi með rúmum fyrir 34 og svo tvö starfsmannaherbergi. Eldri svefnaðstöðu í gamla hlutanum hefur verið breytt í tómstundarými með borðtennisborði, fótboltaspili og fönduraðstöðu.

Fermingarstarfið hefst senn...

Nú fer fermingarfræðslan að hefjast og í næstu viku fá öll börn í ´99 árganginum með lögheimili í sókninni sent kynningarbréf um fermingarstörfin. Skráning hefst síðan í kjölfarið og hvetjum við foreldra og tilvonandi fermingarbörn til að skrá sig sem fyrst. Gert er ráð fyrir kynningarfundum um fermingarstörfin fimmtudaginn 6. september, þriðjudaginn 11. og miðvikudaginn 12. september, síðdegis eftir skólatíma.

Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands

Mánudagskvöldið 27. ágúst kl. 19:30 mun dr. Pétur Pétursson flytja erindi sem hann nefnir: ,,Akureyri: Sigurhæðir í kristnisögu Íslands". Allir velkomnir, aðgangur ókeypis, kaffi og meðlæti í hléi - tónlistaratriði. Nánari upplýsingar í síma 464 8800.

Takk Guð fyrir að ég er eins og ég er...

Prédikun síðasta sunnudags fjallaði um faríseann og tollheimtumanninn. Í henni talaði ég um ýmsar aðstæður þegar við hugsum: Takk Guð fyrir að ég er ekki svona..., nema auðvitað þau okkar sem eru einmitt svona...