11.09.2012
Unglingastarf Glerárkirkju verður í vetur í samstarfi við KFUM og KFUK á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 til 21:30 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Starfið er opið krökkum úr áttunda bekk og eldri. Umsjón með starfinu hafa Jóhann (699 4115) og Pétur Björgvin ( 864 8451).
11.09.2012
Tólf spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 19:30 í vetur. Fyrsti fundur verður mánudagskvöldið 17. september. Fyrstu þrjú kvöldin eru svokölluð opin kvöld þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja dýpka sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu.
06.09.2012
Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 13. september kl. 16.30. Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts. Minningarstundin er haldin í samvinnu Sjúkrahússins á Akureyri og Útfararþjónustu kirkjugarða Akureyrar.
06.09.2012
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.
05.09.2012
Barnakór Glerárkirkju æfir á miðvikudögum frá hálf fjögur til hálf fimm. Hann er opinn strákum og stelpum úr öðrum til fimmta bekk. Æskulýðskór Glerárkirkju æfir einnig á miðvikudögum frá klukkan hálf fimm. Þangað eru allir strákar og stelpur úr sjötta bekk og eldri velkomin. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir. Henni til aðstoðar er Rósa Ingibjörg Tómasdóttir.
05.09.2012
Fermingarfræðslan hefst í næstu viku með kynningarfundi fyrir fermingarbörn. Krakkar í Glerárskóla eiga að mæta mánudaginn 10. september kl. 17, krakkar í Giljaskóla þriðjudaginn 11. september kl. 17 og krakkar í Síðuskóla miðvikudaginn 12 september kl. 17. Mikilvægt er að skila skráningarblöðunum sem fylgdu með heimsendu bréfi á þessa kynningarfundi. Ef einhver getur ekki mætt með sínum skóla, þá er velkomið að mæta á annan hvorn hinna tveggja kynningarfundanna. Fermingarfræðslan hefst síðan skv. stundaskrá vikuna 16. - 22. sept. nk.
03.09.2012
Næstkomandi sunnudag, 9. september hefst sunnudagaskólinn í Glerárkirkju. Sameiginlegt upphaf er í messu safnaðarins en fljótlega eftir að messan er hafin fara börnin og þeir foreldrar sem það kjósa inn í safnaðarsalinn þar sem sunnudagaskólinn er staðsettur. Þar er sungið, sagðar sögur, farið í leiki eða föndrað. Allir hjartanlega velkomnir.
03.09.2012
Glerárkirkja, KFUM og KFUK og ÆSKR standa fyrir námskeiðinu "Ungt fólk, trú og lýðræði" sem fram fer í Glerárkirkju og á Hólavatni dagana 14. til 16. september næstkomandi. Námskeiðið er hugsað fyrir 18 til 25 ára ungt fólk. Unnið verður með verkefni úr Kompás - Handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki, en einnig verða textar Biblíunnar um ungt fólk og áhrif þess skoðaðir. Þátttökugjaldið er aðeins 3.000 krónur. Skráning er hafin á skraning.kfum.is.
01.09.2012
Aukakirkjuþing kom saman í dag. Til þess var boðað til að ræða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar að því er varðar ákvæði hennar um þjóðkirkjuna. Kirkjuþingið hvetur kjósendur til að segja já við þjóðkirkjuákvæðinu.
01.09.2012
Aukakirkjuþing samþykkti ályktun um skerðingu sóknargjalda í dag. Ályktunin er svohljóðandi: ,,Aukakirkjuþing, haldið 1. september 2012, lýsir yfir þungum áhyggjum af alvarlegri fjárhagsstöðu sókna landsins. Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25% umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins. Kirkjuþing krefst tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda."