08.07.2014
Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin djákni við Glerárkirkju frá og með 1. ágúst nk. Sunna Kristrún er fædd 21. mars árið 1981. Hún er gift Elíasi Inga Björgvinssyni og þau eiga tvo syni, Gunnlaug Davíð og Eyjólf Jökul.
Við bjóðum Sunnu Kristrúnu velkomna og hlökkum til samstarfsins við hana.
26.06.2014
Nú eru tilbúnar myndirnar sem teknar voru af fermingarbörnunum í fermingarmessum í vor. Hægt er að vitja þeirra í kirkjunni á opnunartíma á milli 11 og 14.
24.06.2014
Gönguguðsþjónusta verðu frá Glerárkirkju sunnudaginn 29. júní. Gengið verður um hverfið og stoppað á völdum stöðum. Prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Allir velkomnir.
16.06.2014
Fermingarmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 22. júní kl. 11.00. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.
11.06.2014
Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 15. júní kl. 20.30. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söngu undir stjórn Valmar Väljaots.
06.06.2014
Glerárkirkja auglýsir eftir kirkjuverði í 80% starfshlutfall. Starf kirkjuvarðar felur í sér umsjón Kirkjunnar í tengslum við allt helgihald sem þar fer fram og öllum búnaði sem því tengist.
Staðan veitist frá 1. ágúst næstkomandi en umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 24.júní. Upplýsingar um starfið veitir sóknarprestur.
04.06.2014
Messa verður á Hvítasunnudag 8. júní kl: 11.00 Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjór Valamr Väljaots.
28.05.2014
Fermingarmessa verður í Glerárkirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur, djákna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.
27.05.2014
Karlakór Akureyrar-Geysir syngur undir sjórn Hjörleifs Arnars Jónssonar. Organisti Valmar Väljaots. Sr. Haukur Ágústsson prédikar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Eldriborgarar séstaklega boðnir velkomnir. Kaffiveitingar að messu lokinni.
27.05.2014
Á hverju miðvikudegi í vetur hefur um 20 manna hópur komið saman í Glerárkirkju. Þó helgihaldið byrji ekki fyrr en kl. 12 eru margir komnir snemma til að fá sér molasopa og spjall. Í kirkjunni eru fyrirbænir, altarissakramenti og söngur. Á eftir er súpa, brauð og ávextir og stundum terta. Á morgun er síðasta messa vetrarins og allir velkomnir eins og ævinlega.