Fréttir

Krossfestingarmyndir Ólafs Sveinssonar

Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25. apríl. Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.

Pálmar í sunnudagaskólanum

Á Pálmasunnudag, 13. apríl, fengu börnin pálmagreinar til að lifa sig inn í aðstæðurnar þegar Jesús reið á asna inn í Jerúsalem og íbúarnir tóku á móti honum fagnandi veifandi pálmagreinum. Þetta var síðasti sunnudagaskólinn vor en vorhátið verður 11. maí.

Sunndagskóli í safnaðarsal kl. 11.00

Síðasti sunnudagskóli vetrarins verður í Glerárkirkju 13. apríl kl. 11.00 í safnaðarsal kirkjunnar.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30 Prestar eru sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti: Valmar Väljaots. Kór Glerárkirju leiðir söng.

Æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar

Þau börn sem fermast laugardaginn 5. apríl nk. eiga að mæta á fermingaræfingu föstudaginn 4. apríl kl. 15. Þau sem fermast sunnudaginn 6. apríl eiga að mæta föstudaginn 4. apríl kl. 16. Mikilvægt er að allir mæti. Æfingin tekur ca klukkustund.

Tumi tímalausi kemur í heimsókn í fjölskylduguðsþjónustu

Á sunnudaginn fáum við góða heimsókn í Glerárkirkju þegar leikendur úr Tuma tímalausa koma í heimsókn og flytja atriði úr verkinu.

Kvöldmessa kl.20.00

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunndaginn 30. mars kl: 20.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Fjölskylduguðsþjónusta 30. mars kl 11.00

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 30. mars kl:11.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Ragnheiði Sverrisdóttir, djákna. Barna-og æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng. Flutt verða atriði úr söngleiknum Tuma tímalausa. Ath. Foreldrum fermingarbarna er boðið til upplýsingafundar að helgihaldi loknu sunnudaginn 30. mars, bæði eftir fjölskylduguðsþjónustu og kvöldmessu. Foreldrar geta valið hvorn fundin þeir mæta.

Málþing Jafnréttisnefndar í Glerárkirkju í dag

Jafnréttisnefnd Þjóðkirkjunnar heldur í dag, þriðjudaginn 25. mars, málþing um aðgerðaráætlun í jafnréttismálum kirkjunnar næstu fjögur ár. Fyrirlesarar eru: Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, Elína Hrund Kristjánsdóttir, jafnréttisfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Björn Þorláksson, ritstjóri, Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Málþingið stendur frá kl. 17 - 21.

Foreldrafundir vegna ferminga á sunnudaginn

Nk. sunnudag, 30. mars, verður foreldrum boðið til upplýsingafunda vegna ferminga að helgihaldi loknu, bæði eftir fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 og kvöldmessu kl. 20. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt mál tengd fermingunum og mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti, annað hvort að morgni eða kvöldi. Væntanleg fermingarbörn eru að sjálfsögðu velkomin líka.