Fréttir

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars kl. 11.00

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars kl: 11.00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað sunnudaginn 23. mars

Sunnudagaskólinn verður í safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 23. mars. Eins og venjulega byrjum við í messunni og förum síðan í safnaðarsalinn undir lofgjörðarversinu. Þar verður að sjálfsögðu fjör eins og venjulega!

Samvera fyrir eldri eldri borgara

Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 20. mars k. 15:00 Gestir samverunnar eru Arnar Birgir Ólafsson og Brynjar Karl Óttarsson. Þeir flytja erindið: Teikning af Akureyri. Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar unnu þeir að því að endurskapa þéttbýlisstaðinn eins og hann leit út árið 1862 í formi yfirlitsmyndar. Segja þeir frá verkefninu í máli og myndum. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð kl: 14:45. Kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkommnir.

Fræðslukvöld um réttlæti: Þema kvöldsins Jafnrétti og jafnræði

Í kvöld verður 3. fræðslukvöldið um réttlæti. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flytur erindi um jafnrétti og jafnræði, og fulltrúar stjórnmálaflokkanna taka þátt í pallborðsumræðum.

Kirkjan býður framhaldsskólanemendur velkomna

Glerárkirkja er opin fyrir framhaldsskólanemendur kl. 10-14 alla virka daga meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Fyrsti dagurinn er föstudaginn 21. mars. Boðið er upp á lesaðstöðu, nestisaðstöðu og netaðgang. Það er von okkar að nemendur sem búa nálægt kirkjunni geti notað sér þennan möguleika til að stunda nám sitt og hitta skólafélagana. Í umræðunni hefur verið bent á að hætta sé á að nemendur snúi sólarhringnum við og að erfiðlega gangi að sinna náminu heima og að hætta sé á að einhver detti út úr námi. Vonandi getur kirkjan orðið vettvangur samfélags nemenda og um leið hvatning til að stunda námið.

Kvöldguðsþjónusta kl. 20

Kvöldguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 16. mars kl: 20 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið leiðir söng. Allir velkomnir.

Messa sunndaginn 16. mars

Messa sunnudaginn 16. mars kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir. Sunnudagskólinn kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Brúðuleikhús, söngur og fjör.

Næsta málþing um fátækt á miðvikudaginn 12. mars kl. 20

Fyrsta málþingið um mannréttindi og réttlæti er nú hægt að skoða hér á vefnum. Hugvekja sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur, prests í Glerárkirkju, og erindi Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Næsta miðvikudag kl. 20 mun Halldór S. Guðmundsson fjalla um fátækt og misskipting auðs. Hann er einn af höfundum skýrslunnar Farsæld sem nálgast má að vef Hjálparstarfs kirkjunnar á help.is.

Ritningarvers fermingarbarna

Nú hafa fermingarbörnin fengið með sér heim blað með ritningarversum og spjald til að skrifa niður versið sem þau velja. Þau þurfa að gera þetta í samráði við foreldra eða forráðamenn og skila í næstu viku í fermingarfræðslu. Hér eru nokkur vers sem hægt er að velja.

Kynning á málþingunum um réttlæti

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir kynnti málþingin í mars á miðvikudagskvöldum kl. 20 um réttlæti. Hér má sjá kynninguna og á næstunni birtast hugvekja hennar og erindi Margrétar Steinarsdóttur um mannréttindi og réttlæti. Það var upplýsandi erindi um mannréttindi og uppruna þeirra og þýðingu fyrir nútímasamfélag okkar. Pallborðsumræður voru gefandi með fulltrúum frá stjórnmálaflokkum á Akureyri.