Fréttir

Sunnudagurinn 20. apríl - Páskadagur

Hátíðarmessa í Glerárkirkju kl: 09.00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Léttur morgrunverður að messu lokinni. Allir velkomnir.

Laugardagurinn 19 apríl.

Páskavaka í Glerárkirkju kl. 23.00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar

Föstudagurinn 18. apríl-Föstudagurinn langi

Messað verður á Föstudaginn langa kl: 11.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots. Íhuganir undir krossinum kl.14. Dr. Sigurður Kristinsson prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri flytur erindið virðing fyrir manneskjunni. Umræður, tónlist og kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Fimmtudagurinn 17. apríl Skírdagur

Messa verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Stefanía Steinsdóttir, guðfræðinemi, flytur hugvekju. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

UD-Glerá með lokahátíð

Æskulýðsfélag kirkjunnar, UD - Glerár hélt síðasta fund sinn í vetur með stæl. Þau höfuð Palla- og Pálínuboð sem þýðir að hver og einn kom með veitingar með sér. Það er góður 20 manna hópur sem hefur mætt á fundi, farið á landsmót KFUM og KFUK, prjónað húfur fyrir krakka í Síberíu og tekið þátt í leiðtogaþjálfun. Hópurinn endaði veturinn með samverustund í kirkjunni og svokallaðri Poppkornsbæn. Í maí verður opið í KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudögum ef unglingarnir vilja hittast.

Börn á leikskólanum Tröllaborgum gáfu börnum í Malaví VATN

Börnin á deildinni Bjargi á leikskólanum Tröllaborgum komu í Glerárkirkju og afhentu gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau höfðu aflað rúmlega 15.000 króna með sölu á listaverkum sem þau bjuggu til sjálf. Þau unnu með þemað SAMKENND og vildu sýna börnum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni samkennd og gefa þeim möguleika á hreinu vatni. Fyrir þessa upphæð er hægt að veita 50 manns hreint vatn. Fyrir hönd Hjálparstarfsins þakkaði Ragnheiður djákni þeim fyrir og afhenti þakkarbréf frá Hjálparstarfinu.

Krossfestingarmyndir Ólafs Sveinssonar

Í fordyri Glerárkirkju verður sýning á þrem krossfestingarmyndum eftir myndlistarmanninn Ólaf Sveinsson. Hún stendur frá 14. til 25. apríl. Ólafur býr og starfar á Akureyri. Miðvikudaginn 16. apríl eftir hádegismessu verður sýningin formlega opnuð. Í viðtali við uppsetningu myndanna sagði Ólafur: "Í gegnum tíðina hef ég velt fyrir mér eða hugleitt trúmál og unnið ýmis myndverk og málverk með sterku trúarlegu ívafi. Hér má sjá þrjú tilbirgði við krossfestingar hugleiðingar.

Pálmar í sunnudagaskólanum

Á Pálmasunnudag, 13. apríl, fengu börnin pálmagreinar til að lifa sig inn í aðstæðurnar þegar Jesús reið á asna inn í Jerúsalem og íbúarnir tóku á móti honum fagnandi veifandi pálmagreinum. Þetta var síðasti sunnudagaskólinn vor en vorhátið verður 11. maí.

Sunndagskóli í safnaðarsal kl. 11.00

Síðasti sunnudagskóli vetrarins verður í Glerárkirkju 13. apríl kl. 11.00 í safnaðarsal kirkjunnar.

Fermingar í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30

Fermingar verða í Glerárkirkju laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. apríl kl. 13.30 Prestar eru sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti: Valmar Väljaots. Kór Glerárkirju leiðir söng.