03.12.2013
Kvöldguðsþjónusta verður í Glerárkirkju kl: 20. Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson. Krossbandið leiðir söng.
03.12.2013
Annan sunnudag í aðventu þann 8. desember kl. 11. verður barnasamvera og messa. Sameiginlegt upphaf. Sr. Arna Ýrr Siguðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.
01.12.2013
Aðventukvöld verður í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 1. desember. Ræðumaður verður Guðni Ágústson fv. ráðherra. Kór Glerárkirkju syngur ásamt Barna-og æskulýðskór kirkjunnar. Fermingarbörn taka þátt í ljósaathöfn. Allir velkommir.
20.11.2013
Messa verður í Glerárkirkju Sunnudaginn 1. desember Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.
19.11.2013
231.860 krónur söfnuðust í söfnun fermingarbarna til Hjálparstarf kirkjunnar en þau gengu í hús í Glerárhverfi síðustu tvær vikur og er þetta frábær árangur.
19.11.2013
Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju 21. nóvember kl. 15.00 Rútuferðir frá Lindarsíðu og Lögmannshlíð. Gestur samverunnar verður Helena Eyjólfsdóttir söngkona sem mun gleðja þáttakendur í tali og söng við undirleik Valmars Väljaots.
19.11.2013
Velkomin í súpu til styrkta línuhraðli á Landsspítalanum. Eftir guðsþjónustuna kl.11 verður á boðstólunum dýrindis, matarmilkil súpa og brauð. Lámargs gjald er 1500 krónur, ókeypis fyrir 13 ára og yngri. allur ágóði rennur í söfnunina. Oddur Helgi Halldórsson varaformaður bæjarráðs, skenkir á diskana. Dagný Halla Björnsdóttir og Sunna Friðjónsdóttir syngja nokkur lög.
15.11.2013
Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 537 9050 milli kl. 11:00 og 13:00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi fyrir 5. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.
12.11.2013
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17, nóvember kl: 11.00. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Tekið á móti samskotum fyrir línuhraðli á Landspítalann. Sunnudagskóli kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.
04.11.2013
Síðasti söfnunardagur fermingarbarnanna er á mánudaginn 11. nóvember kl. 17:30 - 21:00. Söfnunin er þáttur í starfi Hjálarstarfs kirkjunnar og margar kirkjur á landinu taka þátt í því. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt í söfnunni mæta í Glerárkirkju kl. 17:30 á mánudaginn. Hér með eru foreldrar og forráðamenn minnt á þessa söfnun en meðfylgjandi bréf var sent með fermingarbörnunum í síðustu viku. Söfnuðurinn er beðin að taka vel á móti þeim.