Fréttir

Verkefni á vegum Glerárkirkju valið fyrirmyndarverkefni

Verkefnið Snow and sun - boring or fun, sem var styrkt af Evrópu unga fólksins árið 2011, var valið fyrirmyndaverkefni af samtökunum. Á þriðjudaginn var tók Klaudia Migdal, sem tók einmitt þátt í verkefninu sem fyrrverandi sjálfboðaliði í Glerárkirkju, við viðurkenningu fyrir hönd kirkjunnar.

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi

Þetta árið heldur Kór Glerárkirkju tónleika í samvinnu við kammerkór frá Eistlandi sem heitir Vanalinna Segakoor. Tónleikarnir eru fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Myndirnar úr fermingarathöfnunum eru komnar

Nú eru myndirnar sem ljósmyndarinn tók í fermingum vorsins komnar í hús. Við munum dreifa þeim í skólunum á föstudaginn kemur. Hér er hægt að skoða hópmyndirnar. Einstaklingsmyndirnar er hægt að fá á tölvutæku formi með því að senda sr. Örnu Ýrr póst á arna@glerarkirkja.is

Messa á sjómanndaginn kl. 11

Messað verður í Glerárkirkju á sjómannadaginn kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða við kirkjuna um týnda og drukknaða sjómenn.

Hádegissamveran í dag verður með öðru sniði

Í dag verður hádegissamveran í Glerárkirkju með öðru sniði en venjulega vegna útfarar. Kyrrðar- og fyrirbænastundin verður í kapellunni kl. 12, og að henni lokinni verður einungis boðið upp á kaffisopa í kennslustofunni. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Þjóðkirkjan safnar fyrir línuhraðli

Á prestastefnu sem lauk í gær kynnti biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, landssöfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er í meðferð krabbameinsveikra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Æfingar fyrir fermingar helgarinnar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 13. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn. 12 apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 14. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 12. apríl kl. 17. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.

Samvera fyrir eldri borgara fimmtudaginn 11. apríl kl. 15

Á morgun fimmtudaginn 11 apríl, verður samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Gestur samverunnar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún mun fjalla um endurminningar frá liðinni tíð og svo syngjum við inn vorið! Allir eru velkomnir. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð 14:45.

Okkar eigin Steubenville - Pistill eftir sr. Sigríði Guðmarsdóttur

Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a: