Fréttir

Okkar eigin Steubenville - Pistill eftir sr. Sigríði Guðmarsdóttur

Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a:

Æfingar fyrir fermingar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 6. apríl eiga að mæta á æfingu fimmtudaginn 4. apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 7. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 5. apríl kl. 16. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.

Svona hefur heimskort kristninnar breyst

Þriðja hvert mannsbarn er kristinnar trúar, en trúin hefur flust suður á bóginn. Þetta er m.a. það sem má lesa í fróðlegri grein Kristeligt Dagblad.

Fræðslukvöld miðvikudaginn 3. apríl kl. 20

Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu.

Helgihald í Glerárkirkju um páskana

Helgihald í Glerárkirkju verður með eftirfarandi hætti um páskana:

Fundir með foreldrum fermingarbarna

Næsta sunnudag, pálmasunnudag, verður boðið upp á fundi með foreldrum fermingarbarna, bæði að lokinni fjölskylduguðsþjónustu og kvöldguðsþjónustu. Á fundinum verður farið yfir ýmis praktísk mál með foreldrum, og tækifæri gefst til spurninga og spjalls. Foreldrum er frjálst að velja hvorn fundinn þeir mæta á.

Hinn boðandi söfnuður

ATH: NÝ DAGSETNING: 3. Apríl! Kjarni boðunarstarfs kirkjunnar er prédikun fagnaðarerindisins - að kalla fólk til trúar á Jesú Krist og til þátttöku í hinu nýja samfélagi í Kristi. Með einkunnarorðum sínum ítrekar þjóðkirkjan að hún er boðandi kirkja. Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu. Það eru allir hjartanlega velkomnir í Glerárkirkju þetta kvöld. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.

Ilmkjarnaolíur og iljanudd

Gunnhildur Helgadóttir kemur í heimsókn og kynnir fyrir okkur ýmsar olíur og gagnsemi þeirra, og hver veit nema hún kenni okkur eitthvað í iljanuddi líka!

Upptökur frá fræðslukvöldunum

Þessar vikurnar standa yfir í Glerárkirkju fræðslukvöld prófastsdæmisins í samstarfi við Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Til þess að sem flestir geti notið fræðslukvöldanna þá eru framsöguerindin hvert kvöld tekin upp og birt í sjónvarpi kirkjunnar, www.kirkjan.is/sjonvarp. Nú þegar hafa fjögur erindi verið birt þar og er fólk hvatt til að kynna sér þau sem og að koma og taka þátt í kvöldunum sjálfum, á miðvikudagskvöldum fram til 3. apríl.

Orð Guðs í nútímanum - Boðunin í hnotskurn

Sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga flytur erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju, miðvikudagskvöldið 13. mars 2013 kl. 20:00. Yfirskrift erindisins er ,,Orð Guðs í nútímanum - Boðunin í hnotskurn" og er erindið það fimmta af samtals átta erindum sem flutt verða vorið 2013 í Glerárkirkju um hina biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Fræðslukvöldin eru samstarfsverkefni Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmis og Glerárkirkju. Upptökur af erindum kvöldanna eru birt á kirkjan.is/sjonvarp.