22.01.2013
Föstudagskvöldið 25. janúar verður lofgjörðarsamkoma í Glerárkirkju kl. 20:00 í umsjón biblíuskólanemenda frá YWAM Montana (Youth with a Mission) en þau eru nú stödd hér á Akureyri og er ferð þeirra hingað hluti af náminu, nokkurs konar starfsþjálfun eða "Outreach" eins og það er nefnt í dagskrá námsins sem kallast "Discipleship Training School". Lofgjörðarsamkoman er öllum opin. Tekið verður á móti samskotum sem renna til fjármögnunar á þemaviku fermingarbarna sem nú stendur yfir.
21.01.2013
Nú er hafin þemavika fermingarbarna. Við í Glerárkirkju höfum fengið til liðs við okkur 15 ungmenni á aldrinum 19 til 29 ára frá Bandaríkjunum og Kanada og munu þau hafa veg og vanda af dagskrá þemavikunnar. Fermingarbörnin mæta samkvæmt stundarskrá í fræðslutímana og fá þar tækifæri til að kynnast gestunum. Auk þess er svo boðið upp á fjölbreytta hópavinnu undir stjórn gestanna seinnipartinn á þriðjudeginum, miðvikudeginum og föstudeginum. Þá eru krakkarnir hvattir til að mæta í unglingastarfið á fimmtudagskvöldinu í Sunnuhlíð. Einnig verða gestirnir með samkomu sem er öllum opin í Glerárkirkju á föstudagskvöldinu kl. 20:00. Dagskrá þemaviku lýkur með virkri þátttöku fermingarbarna í messu sunnudaginn 27. janúar kl. 11:00.
20.01.2013
Hér er að finna prédikun sr. Örnu Ýrrar frá 20. janúar. Þar segir hún m.a: Við gætum kannski sagt sem svo að Guð vilji að við séum með höfuðið í skýjunum, því að hann vill umbreyta okkur en við þurfum að hafa fæturna á jörðinni, því að hann vill líka nota okkur…
20.01.2013
Einkunnarorð kirkjunnar leggja áherslu á þá meginþætti kirkjulegs starfs að tilbiðja Guð, boða trú á hann og þjóna náunganum í kærleika. Á fræðslukvöldum í Glerárkirkju á miðvikudögum kl. 20:00 í febrúar og mars 2013 er ætlunin að skoða þessa þrjá þætti nánar. Til þess verkefnis fáum við fyrirlesara í heimsókn og vonumst til að sjá sem flesta þátttakendur. Sem fyrr verða kvöldin öllum opin, þátttaka ókeypis og kaffiveitingar í hléi gegn frjálsum framlögum í kaffisjóð. Umsjón með kvöldunum hefur Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju og veitir hann nánari upplýsingar í síma 864 8451.
18.01.2013
Á sunnudaginn er messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarfið hefst aftur og er upphaf sameiginlegt í messu. Í prédikuninni verður fjallað um það að vera með höfuðið í skýjunum og fæturna á jörðinni. Allir velkomnir.
18.01.2013
Á sunnudaginn er messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarfið hefst aftur og er upphaf sameiginlegt í messu. Í prédikuninni verður fjallað um það að vera með höfuðið í skýjunum og fæturna á jörðinni. Allir velkomnir.
17.01.2013
UD-Glerá, unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK fer fram í sal KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudagskvöldum. Húsið opnað kl. 19:30 og dagskráin hefst kl. 20:00. Á dagskrá vorsins er að finna alls konar uppákomur og skemmtun þar sem ferð á landsmót KFUM og KFUK í Vatnaskógi ber hæst. Það eru allir unglingar úr áttunda til tíunda bekk velkomnir í unglingastarfið, hvert fimmtudagskvöld, annað hvert fimmtudagskvöld, þriðja hvert, fjórða hvert ... bara eins og hverjum og einum hentar, enda er dagskráin öllum opin og það besta: Starfið á fimmtudagskvöldum kostar ekki krónu!
17.01.2013
Krakkar! Lena, Linda, Ragnheiður, Dagný, Svava og Kolbrá hlakka til að hitta ykkur. Brúðuleikhúsið verður á sínum stað, mikill söngur og fjölbreytt dagskrá. Allir fá mynd og stimpil í sunnudagaskólabókina í hvert skipti sem mætt er. Sameiginlegt upphaf í messu safnaðarins áður en gengið er yfir í safnaðarsalinn.
15.01.2013
Magnús Aðalbjörnsson er gestur samverunnar og fjallar í máli og myndum um lífið í miðbæ Akureyrar um miðja síðustu öld. Allir velkomnir.
14.01.2013
Í prédikun sl. sunnudagskvöld segir sr. Arna m.a.: ,, Börn eru líka fólk. Við eigum m.a.s. að taka börnin okkur til fyrirmyndar. Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma... Sakleysið, varnarleysið, traustið, þetta eru gildi Guðsríkisins. Þetta er það sem við eigum að meta mest í lífinu, og gæta sem best að. Við eigum að hlúa að varnarleysinu, við eigum að verja sakleysið og við eigum að treysta. Guði...
En getum við treyst hvert öðru ? "