Fréttir

Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður 12. september

Nú hefjum við aftur vetrarstarfið og þá fyllist húsið af foreldrum og ungum börnum þeirra á fimmtudagsmorgnum kl. 10.

Fermingarbörn úr Giljaskóla

Fermingarbörn úr Giljaskóla dvöldu á Hólavatni í eina nótt um helgina. Veðrið var einstaklega gott og því var hægt að vera í leikjum úti. Leikurinn Stratego sló í gegn, setið var við arinn eld og sönvar sungir og frætt um forvitinn mann í Nýja testamentinu.

Kyrrðarstund til minningar um þau sem hafa fallið fyrir eigin hendi

Í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna verður haldin kyrrðarstund í Glerárkirkju þriðjudaginn 10. september kl. 20:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina, aðstandandi segir frá reynslu sinni og Valmar Väljaots og Þórhildur Örvarsdóttir sjá um tónlistarflutning. Í lok athafnarinnar gefst kostur á að kveikja á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og LIFA, landsamtaka aðstandenda eftir sjálfsvíg.

Barna- og æskulýðskórinn tekur aftur til starfa

Í næstu viku hefjast aftur æfingar Barna og æskulýðskórs Glerárkirkju. Dagný Halla Björnsdóttir hefur verið ráðin kórstjóri og Rósa Tómasdóttir verður áfram aðstoðarkórstjóri. Æfingar verða á miðvikudögum, yngri börnin, frá 2. - 5. bekk mæta kl. 16:30 og eldri börnin, 6. bekkur og upp úr, mæta kl. 17:15. Þátttaka í kórastarfinu er ókeypis. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og skrá sig á ofangreindum tímum miðvikudaginn 11. september

Fermingarfræðsla Glerárkirkju hefst í þessari viku

Nú fer fermingarfræðslan af stað í Glerárkirkju. Í þessari viku verða kynningarfundir, einn fyrir börn í hverjum skóla.

Bingó kvenfélagsins Baldursbrár

Kvenfélagið Baldursbrá heldur bingó í Safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 7. september kl. 14. Góðir vinningar í boði. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Hólavatnsferð væntanlegra fermingarbarna

Nú um helgina dvöldu fermingarbörn úr Glerárskóla og Síðuskóla á Hólavatni ásamt leiðtogum úr UD-Glerá sameiginlegu unglingastarfi Glerárkirkju og KFUM og KFUK á Akureyri. Á föstudaginn kemur er svo röðin komin að krökkum úr Giljaskóla, en brottför er frá Glerárkirkju kl. 16:30 föstudaginn 6. september.

Nýir starfsmenn boðnir velkomnir í messu sunnudaginn 8. september

Sunnudaginn 8. september verður messa kl. 11 í Glerárkirkju. Þar verður Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni sett formlega inn í embætti, og Haukur Þórðarson, umsjónarmaður verður einnig boðinn velkominn til starfa.

Kvöldmessa í Glerárkirkju

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 1 september kl: 20:30 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Hólavatnsferð í boði fyrir öll börn í sókninni fædd árið 2000

Í fyrra tókum við upp á nýbreytni að bjóða væntanlegum fermingarbörnum upp á sólarhringsdvöl á Hólavatni, sem eru sumarbúðir KFUM og K í Eyjafirði. Þetta mæltist vel fyrir og í ár ætlum við að endurtaka leikinn. Öll börn sem fædd eru árið 2000 og búa í sókninni (eða hyggja á að sækja fermingarfræðslu í Glerárkirkju) eru velkomin með.