18.10.2013
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng.Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Svava Ósk, Herdís Júlía, Kolbrá og Hermann.
16.10.2013
Nú eru aðgengileg myndbönd á youtube frá fræðslukvöldunum í Glerárkirkju með yfirskriftinni Syngjandi kirkja. Þau má nálgast hér á síðunni. Það var Eyþór Ingi Jónsson, organisti, ásamt Kór Akureyrarkirkju sem reið á vaðið og fjallaði hann um Sálmabókina 1997, núverandi sálmabók. Kórinn flutti dæmi úr bókinni til að undirstrika hvernig nýta má hana í helgihaldinu. Þá fjallaði sr. Svavar A. Jónsson um texta og tónlist og líkti í erindi sínu helgihaldi kirkjunnar við leik sem getur eins og leikir eru stundum verið grafalvarlegir en ánægjulegir og gleðilegir jafnan.
11.10.2013
Fimmtudaginn 17. október kl. 20-22 mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Daníel Þorsteinsson, kórstjóri flytja nokkur af gömlu lögum við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Við fáum í heimsókn Smári Ólason, tónvísindamaður, sem hefur rannsakað þessa tónlistahefði m. a. í gömlum upptökum og heimildum víða að. Hann hefur skoðað þessi gömlu lög og íslenska gerð þeirra meðal alþýðu.
11.10.2013
Á þessari mynd sjáum við hluta þeirra barna sem komu í sunnudagaskólann síðasta sunnudag.
11.10.2013
Messan verður með léttu sniði, við notum nýju sálmabókina og lærum fullt af nýjum sálmum, og sr. Arna flytur videóprédikun um það að játa trúna.
10.10.2013
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng.
09.10.2013
Nú standa fyrir dyrum fermingarferðalög þeirra barna sem eru í fermingarfræðslu í Glerárkirkju. Farið verður á mánudag og þriðjudag í næstu viku, (Glerárskóli og Síðuskóli) og mánudag í þarnæstu viku (Giljaskóli) Engin hefðbundin fermingarfræðsla verður því í næstu viku (13. - 20. okt).
03.10.2013
Nú hefjum við starf fyrir krakka í 1. - 4. bekk. Það er á fimmtudögum kl. 15 í Glerárkirkju.
01.10.2013
Nú hefja göngu sína á ný hin sívinsælu fræðslukvöld Glerárkirkju í samvinnu við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
27.09.2013
Kvöldguðsþjónusta verður kl. 20 sunnudaginn 29. september. sr. Arna Ýrr leiðir stundina og Krossbandið sér um tónlistina. Allir velkomnir.